Gripla - 01.01.2003, Page 155
ÞRJÚ FRUMBRÉF FRÁ 15.-16. ÖLD
153
sem urðu í Víðidalstungu í ágúst 1483 og hefur samkvæmt þessu bréfi orðið
við það útlægur; önnur bréf bera það þó með sér að Asgrímur hafi verið í sama
flokki og Ólafur (sbr. DI 7:469-79, 476)." Er tylftardómur sem Bjöm Þor-
leifsson hafði látið dæma á Alþingi varðandi eignimar dæmdur ónýtur, og með
þeim lagarökum meðal annars að „eíngi madvr skal eiga sína frændko/zv eda
sifkonv nanare en// ath fi/nta manni“ em eignimar dæmdar af Bimi Þorleifs-
syni og til Bjöms Guðnasonar og meðerfingja hans.
Bréfið er 35 línur. Skinnblaðið hefur verið notað í band um íslenskt 17.
aldar handrit sem einnig er varðveitt í Trinity College Library (L. 4. 16 (TCD
MS 1036)) og er bréfið nú óheilt, vantar jafngildi u.þ.b. 5 stafa aftan á hverja
línu fyrir utan fimm þær efstu en bútur með þeim hefur varðveist að mestu
óskemmdur. Það sem á vantar er hér tekið upp eftir hinu frumritinu (Fasc.
XLII). Bókfellið er nokkuð dökkt en letrið að mestu vel læsilegt. Þó eru tvö
brot þvert á blaðið, h. u. b. þriðjung inni á því hvorum megin, og er letrið þar
nokkuð máð og slitið. Enn fremur er texti 17. línu torlesinn á kafla vegna brots
sem þar er langsum í blaðið. í bréfínu eru raufar fyrir 14 innsigli en hvom
tveggja, innsiglum og innsiglisþvengjum, hefur verið fargað þegar bréfið fékk
nýtt hlutverk sem byrði um bók. (Til samanburðar má geta þess að níu innsigli
hafa verið fyrir Fasc. XLII og eru fjögur þeirra varðveitt, auk eins þvengs).
Samkvæmt Skrá yfir íslenzk handrít í Dublin er skrifað aftan á bréfíð með
ungri hendi: „Laufase d. 6 May anno 1“; að auki eru þar leifar af eldri skrift í
þrem línum og hefjast á: „[Urskjurdo/- b/'ef
Bókstafurinn i er oft með broddi eða lykkju (hér prentað ‘f), einkum þegar
hann fer á undan eða eftir //, m og u (um 100 d.) og í lok orða (um 30 d.), en er
annars depillaus (um 240 d.); í upphafi orða er skrifað j (depillaust), í tölum
(xij 1. 4 og 1. 8) og fyrir forsetninguna í.
Ekki er greint skipulega á milli rittáknanna ‘v’, ‘w’ og ‘u’ en nokkra reglu
má þó sjá: ‘v’ kemur fyrir í upphafi orðs (um 60 d.), inni í orði og í lok orða
(um 230 d.); ‘w’ kemur aðeins fyrir í upphafi orða (um 50 d.); örfá örugg
dæmi eru um ‘u’: ma//u dagínn 1. 1; huam///sveit 1. 2; vrskurdad 1. 5; nu 1. 10;
einu sinni í upphafi orðs þar sem í útlegð er skrifað jutlegd 1. 5.
/i/ í áherslulausu atkvæði er heldur oftar skrifað ‘e’ en T’/‘f (hlutfallið er
u.þ.b. 3 á móti 2). Óstytt /ir/ í áherslulausu atkvæði er alltaf skrifað ‘er’ (t.d.
saker 1. 4; epter 1. 8; yfer 1. 10; w/zder 1. 15; giorer 1. 19; þesser 1. 29; greínder
11 Um erfðamál þessi er fjallað í mörgum bréfum frá lokum 15. aldar og 16. öld í Islenzkuforn-
bréfasafni, og eru þeim gerð rækileg skil í Vestfirðingasögu Amórs Sigurjónssonar (1975).
* Bréfið er hér gefið út eftir ljósmynd.