Gripla - 01.01.2003, Page 165
ÝSETURS ELDS HATI
163
Amórr knew another poem of Hallfreðr (see Commentary to Þdr [Þor-
finnsdrápa Amórs] 22), and one cannot mle out the possibility that
Mdr 1 is composed in imitation of him. On the other hand, the scribe
of one or other verse, prompted by the similarity of the lines ormsetrs
hati vetra and ýsetrs hati vetra, may have unwittingly substituted
hraustr... GQrdum for its original couplet, which is now lost. If so, the
likelihood is that hraustr ... GQrðum belongs to Amórr’s verse rather
than the other, since (i) it is found in all the numerous MS texts of Mdr
1; (ii) the adj. hraustr ‘dauntless, bold’ is also applied to the hero in
Mdr 2, where it stands at the corresponding point in the verse; ...
Greinilegt er að vísan í Fríssbók er úr kvæði um Ólaf konung Tryggvason. Ef
hún væri rétt feðmð í Fríssbók mætti telja víst að hún hafi verið í Rekstefju,
drápu Hallar-Steins um Ólaf konung. En til að skera úr um með vissu hvort
vísan muni vera eftir Hallfreð vandræðaskáld eða Hallar-Stein, eða e.t.v.
hvomgan, þarf einhver betri rök en fullyrðingu eða vísun til þess sem talið sé
sennilegt. Og verður nú farið að ráðum höfundar Noregskonungatals: ‘Róa
skal fyrst fjarri reyði og koma þó niður nær áður ljúki’ (Skjd. A 1:579).
Meginhluti Rekstefju Hallar-Steins er varðveittur í handritum Ólafs sögu
Tryggvasonar hinnar mestu (ÓT), 24 erindi, flest heil, en sum hálf. Auk þess
er hún, að því er virðist, heil í Bergsbók (Sth perg 1 fol), 35 erindi, en illa
varðveitt þar. í eldri sögum af Ólafi Tryggvasyni er ekki vísað til hennar.
Kvæðið er eignað Hallar-Steini í A-flokki handrita ÓT (AM 61 fol, AM 53 fol
og AM 54 fol), en Markúsi Skeggjasyni í D-flokknum (AM 62 fol og
Flateyjarbók, GKS 1005 fol), við fyrstu tilvísun þannig í AM 62 fol (D'),
9val0-ll: ‘Svá segir Markús lQgmaðr Skeggjason í Rekstefju* (OTEA
IIIxccxv).
Ef vísan í Fríssbók væri úr Rekstefju er einsætt að hún hafi verið þriðja
erindi drápunnar, og þar mundi hún raunar falla vel að efni hennar. En ef vísan
hefur verið eftir Hallfreð vandræðaskáld er líklegt að hún hafí verið framar-
lega í Ólafsdrápu hans, þeirri sem sex heil erindi em varðveitt úr í Fagur-
skinnu (Fsk.) og AM 310 4to (handriti af Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd
Snorrason), en fímrn og hálft í Heimskringlu (Hkr.) og eftir henni í ÓT. I Fsk.
og 310 em öll erindin á einum stað, röð erinda hin sama og texti að mestu
samhljóða, en í Hkr. er vísuhelmingum raðað í fjögur heil erindi og þrjá staka
vísuhelminga og aðeins eitt erindi (‘TíðhQggvit vann (lét Hkr.) tiggi’) er eins
samsett og í Fsk. og 310. Vísuhelmingur sá sem Finnur Jónsson prentar sem