Gripla - 01.01.2003, Side 166
164
GRIPLA
þriðja erindi drápunnar í Skjd. (‘Svá frá ek hitt at háva’) er ekki í Hkr. I Hkr.
eru vísumar felldar inn í frásagnir af þeim afrekum Olafs konungs sem ort er
um í drápunni og skipt í helminga þar sem hálf vísa fellur betur að frásögninni
en heil, en vísuhelmingar af sömu ástæðu fluttir milli erinda (miðað við Fsk.
og 310). Þar af leiðir að meira en hæpið er að fara eftir röð vísuhelminga í
Hkr., stakra eða í heilum erindum, eins og Finnur Jónsson hefur gert.
Fáeinar vísur úr erfidrápu Hallfreðar um Ólaf Tryggvason eru í öllum
handritum Ólafs sögu Odds Snorrasonar (ÓIO), en engin í sjálfum sögutext-
anum úr Ólafsdrápu. Augljóst er að erindin sex úr Ólafsdrápu eru í öllum
þessum þremur ritum, Fsk., 310 og Hkr., ættuð úr sömu heimild. 310 er yngra
handrit en svo að það hafi verið heimild Fagurskinnu, en hins vegar er
sennilegt, eins og Gustav Morgenstem (1890:22, 31), Gustav Indrebp (1917:
93) og Finnur Jónsson (Ó/F/:xxii-xxvi) héldu fram að þessi erindi hafi bæði í
Hkr. og 310 verið tekin eftir handriti af Fagurskinnu. í Fagurskinnu eru þessi
inngangsorð að vísunum (ÍF XXIX: 141—44):
Óláfr vann margskyns frægð í Garðaríki ok víða um Austrvegu, í
Suðrlgndum ok í Vestrlgndum, sem segir Hallfrpðr vandræðaskáld.
í 310 eru þessi sex erindi skrifuð á forsíðu síðasta varðveitta blaðs handritsins
og með þessum inngangsorðum (OIOFJ:247^18):
Þat sagði Hallfrpðr vandræðaskáld at þessi Ignd hafi Óláfr konungr
Tryggvason farit herskildi, bæði í Suðrvegum ok Vestrlgndum.
Auðsær skyldleiki er með þessum línum og því sem stendur á undan
erindunum í Fagurskinnu. í 310 er inngangurinn og erindin sem hann á við
greinilega skrifað til að fylla pláss á auðri forsfðu síðasta blaðs handritsins,
aftan við aðrar viðbætur við ÓIO í því, en engar líkur eru til að þetta efni hafi
verið í eldri handritum sögunnar. Þá verður að teljast líklegast að sá sem
skrifaði 310 hafi stuðst við handrit Fagurskinnu, en að öðrum kosti yrði að
gera ráð fyrir sameiginlegri heimild Fsk. og 310.
Mér virðist augljóst að höfundur Fagurskinnu hafi gripið til þessara erinda
úr drápu Hallfreðar til að spara sér það erfiði að semja frássögn af hemaði
Ólafs konungs. Það hefur Snorri Sturluson hins vegar ekki talið eftir sér. En
vísuna í Fríssbók, sem Finnur Jónsson eignaði Hallfreði og prentaði framan
við brotin úr Ólafsdrápu, hefur höfundur Fagurskinnu ekki tekið með, sem
vekur grun um að hún hafi ekki verið í þeirri heimild sem hann fór eftir.