Gripla - 01.01.2003, Síða 168
166
GRIPLA
Einnig er tekið fram í Historia Norvegiæ (HN) að Ólafur var um það bil tólf
vetra (‘circiterxii annorum’) þegai hann hefndi fóstra síns (MHN:\ 13.10-11).
Þar á eftir kemur texti náskyldur Ágripi (MHN: 113.13-21):
Factus adolescens piraticam exercens Baltica littora perlustrando,
cunctis gentilibus id locorum formidabilis existendo, inscius deviatur a
deo ille magnificus prædo. Augmentabant enim ejus classem Nor-
wegenses ac Dani, Gautones et Sclavi, qui cum illo in civitate Jome,
quæ est firmissima inter Sclaviæ urbes, hiemales frequentabant sedes.
Hinc tetendit in Frisiam, posthac venit in Flandream, inde pergit in
Angliam; quas deprædans perquam mira gessit in Scotia, nulli parcens
in Hybemia.1
Gustav Storm hefur til samanburðar við þennan kafla birt neðanmáls í útgáfu
sinni á HN vísur úr Ólafsdrápu, sem hann hefur tekið eftir Fornsögum (bls.
206), og vafalaust talið að höfundur HN hafi stuðst við það kvæði í frásögn
sinni af hemaði Ólafs Tryggvasonar áður en hann tók við kristni (MHN: 113).
En hvorki kemur fram í Ágripi né í HN að Ólafur hafi verið tólf vetra þegar
hann hélt herskipum sínum úr Görðum, og er þá annað hvort, að höfundar
þessara rita (eða sameiginlegrar heimildar þeirra) hafi ekki tekið mark á
vísunni ‘Tolf var elds at aldri’, ellegar alls ekki þekkt hana.
Þess er hins vegar getið í ÓIO að Ólafur var tólf vetra þegar Valdimar
konungur í Görðum fékk honum lið og skip (ÓIOFJ:28.26-29.2), og eftir því
er farið í ÓT (ÓTEA 1:107.3^4-). Þetta stendur í ÓIO í kafla sem einungis er
varðveittur í 310, en skyldur texti í ÓT bendir til sameiginlegrar heimildar.
Síðan segir í báðum þessum ritum að Ólafur fór með her og vann aftur undir
Garðakonung marga kastala og borgir sem höfðu horfið undan valdi hans og
hélt slíku fram á hverju sumri (ÓIOFJ:29; ÓTEA 1:107-09). í báðum þessum
ritum, svo og í Heimskringlu, er tekið fram að Ólafur var níu vetra þegar hann
kom í Garða (ÓIOFJ:23 og 89.28; ÍF XXVE232.15-16) og hafi síðan verið
þar níu vetur (ÓTEA 1:87.16-17, tekið eftir Hkr.). Þá er gert ráð fyrir að
„Þegar hann hafði aldur til lagðist hann í víking og herjaði um auðugar strendur Eystrasalts
og varð hinn versti víkingur og ógnvaldur öllu fólki á þeim slóðum, óvitandi lentur á villi-
götum fjarri guðs vegum. En flota hans efldu Norðmenn og Danir, Gautar og Vindur og
höfðu tíðum vetursetu með honum í Jómsborg, einni sterkustu borg á Vindlandi. Þaðan hélt
hann til Fríslands, síðan til Flæmingjalands, sigldi þaðan til Englands og fór ránshendi um öll
þessi lönd, og eftir það framdi hann ótrúleg hervirki á Skotlandi; ekki hlífði hann heldur
frum.“