Gripla - 01.01.2003, Page 169
ÝSETURS ELDS HATI
167
Ólafur hafi verið átján vetra þegar hann fór á herskipum úr Görðum og lagðist
í víking.
Ef vísan ‘Tolf var elds at aldri’ er eftir Hallfreð vandræðaskáld er hún elst
þeirra heimilda sem miða atburði í lífi Ólafs Tryggvasonar við tólf ára aldur
hans: í vísunni er átt við siglingu hans úr Görðum og þá væntanlega upphaf
víkingaferða hans; í Ágripi og HN er hann sagður tólf ára þegar hann hefndi
fóstra síns, en í ÓIO og ÓT tólf ára þegar Valdimar konungur setti hann yfir
herlið. Af þessu er ljóst að ekki verður séð að höfundur vísunnar hafi stuðst
við ritaðar heimildir né heldur að höfundar ritaðra heimilda hafi í þessari
viðmiðun við aldur Ólafs stuðst við vísuna.
Áður er minnst á (bls. 162) að Finnur Jónsson getur þess að fyrstu þrjár
línur í vísunni í Fríssbók og v. 1.6-8 í Magnúsdrápu Amórs jarlaskálds séu
nánast samhljóða, og Diana Whaley nefnir til annan vísufjórðung í vísunni í
Fríssbók samhljóða síðasta vísufjórðungi í Magnúsdrápu. Finnur taldi að
vísuorðin í erindinu sem hann eignaði Hallfreði væru þangað komin úr vísu
Amórs, en upphaflegur texti Hallfreðar glataður. Diana Whaley taldi einnig
líklegra að þessi vísuorð væru upphafleg í vísu Amórs. Til þess bendir óneit-
anlega að Amór nefnir einnig í Hrynhendu, sem hann orti um Magnús góða,
að hann hafi farið á herskipi úr Görðum: ’Herskip vannt af harða stinnum I
hlunni geyst í Salt et eystra’ (4.1-2). Þetta herskip hefur þó ekki ratað í neina
sögu af Magnúsi góða, enda engin þeirra skrifuð þegar Amór orti kvæðið.
Diana Whaley getur þess að Amórr jarlaskáld hafi þekkt önnur kvæði eftir
Hallfreð en Ólafsdrápu (Ódr.) og nefnir sem dæmi þar um síðasta erindið í
erfidrápu Hallfreðar um Ólaf Tryggvason og Þorfínnsdrápu Amórs, v. 22.
Fyrri hluti þeirrar vísu er í Snorra-Eddu, en heil er hún á tveimur stöðum í
Flateyjarbók og ekki vel varðveitt. Vísur Hallfreðar og Amórs eru prentaðar
hlið við hlið hér á eftir, vísa Amórs með lagfæringu Guðbrands Vigfússonar:
Hallfreður:
Fyrr man heimr ok himnar
hugreifum Áleifi
— hans var mennskra manna
mest gott — í tvau bresta,
áðr en glíkr at góðu
gœðingr muni fœðask.
Kœns hafi Kristr enn hreini
konungs gnd ofar lpndum.
Amór:
Bjprt verðr sól at svartri,
spkkr fold í mar dpkkvan,
brestr erfíði Austra,
allr glymr sjár á fjQllum,
áðr at eyjum fríðri,
inndróttar, Þorfinni,
þeim hjálpi guð geymi,
gœðingr myni fœðask.