Gripla - 01.01.2003, Page 171
ÝSETURS ELDS HATI
169
þjóðar’, þar sem önnur samstafa hefur naumast borið áherslu og þriðja og
fjórða samstafa eru báðar langar. — 11.7 ‘Háttu hilmir bœtti’.2 — 23.3 ‘Síðan
sýnt nam eyðask’.3 — 26.5 ‘hermart hjgrva snyrtir’.4 — 30.5 ‘Guðvefr gerðisk
jgfri’. Síðasta erindi drápunnar er einungis varðveitt í Bergsbók og ekki svo
vel að neitt mark sé takandi á brag þess.
Stuðlar eru í fyrstu og þriðju samstöfu stöku vísuorðanna og höfuðstafur í
upphafi hinna jöfnu, en önnur og fjórða samstafa í stökum vísuorðum gera
oftast skothendingar; undantekningar eru þó margar, þar sem fyrsta og síðasta
samstafa gera skothendingar (oddhendingar í stökum vísuorðum).
Allt annar bragur er á vísunni í Fríssbók; þar er tvíliður í upphafi þriggja
jöfnu vísuorðanna (1 ‘Tolf var’, 5 ‘hlóðu’, 7 ‘hilmis’) og augljóst að ekki
verður undan því komist að rengja faðemi hennar í Fríssbók: Vísan er ekki úr
Rekstefju Hallar-Steins og verður þar af leiðandi ekki með neinum líkum
eignuð honum.
Fleiri skáld ortu um Ólaf Tryggvason en Hallfreður og Hallar-Steinn. í
Bergsbók eru 16 dróttkvæð erindi á f. 112val5-vb38, en þar á eftir vantar
blað í handritið. Á næsta blaði, 113ral-b9, er hálft erindi og 11 erindi heil. Ég
drap á þessi kvæðisbrot í inngangi að ÓTEA (ÓTEA IILclxv) og taldi óvíst að
þau væru úr sama kvæðinu, vegna þess að það kvæði hefði þá að öllum
líkindum verið 68 erindi, en við nánari athugun sé ég að enginn munur er á
brag og stíl á þessum brotum, og raunar er handbragðið á þeim svo líkt að
ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að þau séu úr sama kvæðinu. Þar með er
ljóst að vísan í Fríssbók getur ekki verið úr því kvæði. I kvæðisbrotunum í
Bergsbók er ýmislegt sem minnir á Rekstefju, til dæmis er í báðum þessum
kvæðum tekið fram að Ólafur Tryggvason hafi hefnt föður síns áður en hann
kom til Noregs (Rekstefja 5, Ólafsdrápa í Bergsbók 5). Brot úr enn einu kvæði
um Ólaf Tryggvason er á spássíum á f. 69v, 71 r og 72r í AM 61 fol, leifar 7
erinda sem ekki hefur tekist að lesa til fulls (ÓTEA III:xxxii-xxxiv). Ekki er
sá svipur með því sem lesið verður af þessu broti og vísunni í Fríssbók að hún
gæti verið úr sama kvæði.
Niðurstaða þessara athuguna er sú, að vísan í Fríssbók getur ekki verið úr
neinu öðru varðveittu kvæði en Ólafsdrápu þeirri sem sex erindi eru eftir af í
2 Þetta erindi er einungis varðveitt í Bergsbók.
3 Óvíst er að þessi lína sé varðveitt óbrjáluð, og síðari hluti vísunnar, sem aðeins er í Bergsbók,
er allur í rugli.
4 Hér á líklega að les: ‘hér mart hjprva snyrtir’, og taka ‘hér mart’ með 1. 7 (hér framði styr-
remðr stillir mart).