Gripla - 01.01.2003, Page 173
ÝSETURS ELDS HATI
171
handriti af Ólafs sögu Odds. Það handrit hafi haft texta sem kom á víxl heim
við 310 og Sth 18, en verið skyldari 310. Einnig að einhver skyldleiki hafi
verið við ÓT. Allt þetta gæti komið heim við norska handritið UppsUB DG 4
(Ó10FJ:xvú'\-xix). I brotinu sem er varðveitt úr því handriti er undir lokin
vísað til Sóta skálds um aðstoð Ástríðar Búrizláfsdóttur við Ólaf Tryggvason
eftir Svöldrarbardaga (ÓIOFJ:259-60). Hliðstæð frásögn er í ÓT (ÓTEA
11:318-19; ÓlOGroth:lii) og augljóst að þar er stuðst við sömu heimild og í
DG 4. Sú heimild þætti mér líklegt að hafi verið Ólafs saga Tryggvasonar sem
örlitlar leifar sjást af á uppskafningi í Bergsbók (sjá ÓTEA IIEcIxvi). En þótt
vel megi vera að sá sem ritstýrði texta Ólafs sögu Odds í DG 4 hafi þekkt og
gripið til þessarar glötuðu sögu Ólafs Tryggvasonar er ekki þar með sagt að
hann hafi fundið í þeirri sögu vísuna sem hér hefur verið til athugunar. Eg tel
víst að sögusmiður ÓT hafi notað þessa glötuðu sögu og líklegt, en að vísu
ekki öruggt, að hann hefði tekið vísuna með í sitt rit ef hann hefði haft hana í
einhverri af þeim heimildum sem hann notaði.
5.
Og má nú segja að lokið sé róðrinum að reyðinni — leitinni að staðreyndum
sem gætu skorið úr um hvort vísan ‘Tolf var elds at aldri’ sé eftir Hallar-Stein
eða Hallfreð vandræðaskáld. Árangur þeirar leitar eru eindregnar vísbendingar
um að hún sé úr sama kvæði og sex erindi dróttkvæð, leifar af drápu um Ólaf
Tryggvason, sem í heimildum er eignuð Hallfreði.
Þessi niðurstaða vekur nýja spumingu: Hvemig stendur á því að upp-
haflega hafa erindi og efni úr þessari drápu ekki ratað í önnur rit en þessi sem
líklegt er talið eða hugsanlegt sé að hafí verið skrifuð í Noregi: Ágrip (IF
XXIX:x), Historia Norvegiæ (?), Fagurskinna5 og Fríssbók?6 (í Fríssbók er
vísan ef til vill ættuð úr norsku handriti af ÓIO). Það sem til er af erfidrápu
Hallfreðar um Ólaf Tryggvason er sumt varðveitt í ÓIO, sumt í Fagurskinnu,
3 Fagurskinna hefur að öllum líkindum verið samin í Þrændalögum í Noregi (Indrebö 1917:
263-71).
6 Fríssbók er, að undanteknum þremur dálkum á f. 98, öll með hendi íslensks skrifara sem
einnig hefur ritað messubækur og handrit af Sverris sögu og Böglunga sögum. Aukahöndin
á f. 98 er einnig íslensk, en með mun meiri norskum einkennum en aðalhöndin (Louis-Jensen
1977:19-21). Ekki hefur með vissu verið skorið úr um hvort handritið hafi verið skrifað á
fslandi eða í Noregi (FrbUnger.iii-iv, Halldór Hermannsson 1932:113—14], Louis-Jensen
1977:21).