Gripla - 01.01.2003, Síða 181
HANDRITAMÁLIÐ
179
smiðja sem átti vart sinn líka í veraldarsögunni (1993b:48-76; 1993c: 173).
Niðurstaða þessara hugleiðinga Sigurðar Nordals var sú að bókmenntir hand-
ritanna væru íslenskar bókmenntir fyrst og fremst, og höfundar þeirra þar með
Islendingar en ekki aðeins Norðmenn í nýjum heimkynnum.
I slíkum kenningum liggur augljós tilraun til að fella bókmenntir miðalda
inn í þjóðemissinnað hugmyndakerfi nútímans (Óskar Halldórsson 1978;
Byock 1993), þar sem landamæri menningarheima eru mikilvægari en tengsl
þeirra á milli. Þjóðemisstefnan leggur þó ekki aðeins áherslu á að hver þjóð sé
annarri ólík, heldur einnig á sterk innbyrðis tengsl hverrar þjóðar um sig. Þetta
viðhorf var mjög áberandi í kröfum íslendinga til handritanna, þar sem þau
töldust ekki einungis sanna tilvist sérstakrar íslenskrar þjóðar á þjóðveldisöld,
heldur einnig að óslitinn þráður tengdi íslendinga nútímans við forfeður
(sjaldan var minnst á formæður í þessu samhengi) sína á fyrri tíð — „hvis man
kender til Islands Historie, saa ved man ogsaa, at det er Digterens Gave,
Digtekunsten, den uafbrudte litterære Virksomhed, som har vedligeholdt det
islandske Folks nationale Liv“ (Kristinn E. Andrésson 1951:195). Þetta var
önnur uppáhaldskenning íslenskra fræðimanna og stjórnmálamanna á tímum
sjálfstæðisbaráttunnar, sem bentu gjaman á þá furðu „að hver íslenzkur ung-
lingur skuli enn skilja fyrirhafnarlaust vísu Egils: Þat mælti mín móðir — frá
fyrsta áratug 10. aldar, eða að Þrymskviða, frá svipuðum tíma, skuli enn gjöra
Islendingum meiri skemmtun en örðugleika" (Sigurður Nordal 1996:18-19).
Hugmyndin um að íslenskan væri fomtunga norrænna manna í nær
hreinni mynd er gömul, eins og kunnugt er, og er hún þekkt a.m.k. frá því
seint á 16. öld og snemma á hinni 17. (sbr. Oddur Einarsson 1971:80-81, 145;
Amgrímur Jónsson 1985:96-105). Með þjóðemisstefnu 19. aldar öðlaðist
þessi trú á hina hreinu tungu algerlega nýja merkingu, enda féll hún fullkom-
lega að rómantískum hugmyndum þess tíma um þjóðmenningu og hlutverk
þjóðtungunnar. Fmmkvöðlar rómantískrar þjóðemisstefnu, ekki síst meðal
þýskra heimspekinga, töldu upprunaleg tungumál, sem höfðu þroskast óspillt
af erlendum áhrifum meðal alþýðufólks, hinn eina sanna grunn þjóðemisins.
Einungis slík tungumál voru sannarlega lifandi og rótföst í því umhverfi sem
þjóðin bjó í, og reyndar hélt þýski heimspekingurinn Johann Gottlieb Fichte
því fram að þær þjóðir einar gætu talist þjóðir sem töluðu upprunaleg
tungumál (Guðmundur Hálfdanarson 2001:17-25). Víða má greina enduróm
slíkra kenninga í hátíðarræðum íslenskra stjómmálamanna, ekki síst á stund-
um sem tengdust sigrum í sjálfstæðisbaráttunni. „Menningu lærir engin þjóð
af annarri“, sagði Gylfi Þ. Gíslason t.d. í Háskólabíói þegar hann tók við fyrstu