Gripla - 01.01.2003, Side 182
180
GRIPLA
handritunum í apríl 1971. „Hún breytist, og svo á að vera. En rót hennar er
enn hin sama. Þess vegna er eðli hennar óbreytt og mun verða.“ Síðan spurði
menntamálaráðherrann hver væri uppruni íslenskrar menningar. „Hvað yljaði
fátæku fólki á löngum kvöldum í köldum hreysum um margar aldir? Það voru
þær sögur og þau ljóð, sem til foma höfðu verið skráð á skinn og gengu mann
frá manni. í þeim lifði tunga forfeðranna. Þar varðveittist það þjóðemi, sem
orðið hafði til á þeirri eyju, sem hlaut nafnið ísland“ (Þið hafið drýgt dáð
1971). Handritin sönnuðu því ekki aðeins tilvist íslenskrar þjóðar þegar á
fyrstu öldum byggðar, heldur mynduðu þau þráðinn sem tengdi nútímaþjóðina
við fortíðina og réttlættu með því kröfur Islendinga til að teljast þjóð með
þjóðum (sbr. Gísli Sigurðsson 1996).
Að síðustu höfðu fornbókmenntimar lengi verið Islendingum kennimark
um hvers þjóðin væri megnug ef hún yrði frjáls undan oki erlendrar stjómar.
Handritin þóttu sýna að á gullöldinni hafi landsmenn borið af nágrönnum
sínum í ritlist og fáir efuðust um að sá andi sem bjó í bókfellinu lifði enn með
þjóðinni. „Þegar íslendingar glötuðu frelsi sínu á þrettándu öld, hnignaði
andlegu lffi í landinu", skrifar Jónas Jónsson frá Hriflu í formála áttunda
bindis Sögu Islendinga, en það þýddi ekki að eðliseinkenni þjóðarinnar
hefðu breyst; „þrátt fyrir margháttaðan mótgang var sögu- og bókmennta-
hneigð Islendinga svo vakandi í hugum fólksins, að rithöfundareðli lands-
manna var að vísu beygt um langa stund, en aldrei brotið“ (1950:VII). Á tím-
um vaxandi sjálfstæðis brýndu slíkar hugmyndir þjóðina til dáða: „Það sem
þjóðin áður var, það getur hún að vonum aftur orðið.... Hún getur enn komist
í fremstu röðina og lagt sinn drjúga skerf til alheimsmenningarinnar, því enn
lifir andi feðranna inst í brjóstum landsins bama“ (Jón Jónsson 1903:256).
Fombókmenntimar vöktu einnig athygli útlendinga á íslenskri menningu og
því var Islendingum mjög óljúft að deila heiðrinum af sögunum með öðrum.
„Sá orðstír, sem Island vann með menningarafreki sínu á miðöldum, mun
aldrei deyja“, fullyrti Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, við afhend-
ingu handritanna, og féllu þau ummæli eðlilega í mjög góðan jarðveg meðal
íslendinga (Sá orðstír 1971; Orðstír íslenzks menningararfs 1971).
Handritin og fombókmenntimar voru þar með allt í senn helstu heim-
ildimar fyrir uppruna íslenskrar þjóðmenningar, ástæðan fyrir varðveislu
hennar um aldir, þráðurinn sem tengdi þjóðina við rætur sínar og helsta menn-
ingarafrek íslendinga. Krafan um endurheimt handritanna var fyrir Islend-
ingum ekki síst barátta um eignarhald á bókmenntunum sem þau geymdu og
þar með miklu meira en deila um hvar handritin skyldu varðveitt. Því þarf