Gripla - 01.01.2003, Page 183
HANÐRITAMÁLIÐ
181
ekki að koma á óvart að íslendingar tóku fjarri tillögum sem Julius Bomholt,
þáverandi menntamálaráðherra Dana, kynnti um flutning hluta handrita í
dönskum söfnum til íslands árið 1954, enda þótt þær væru um margt ís-
lendingum hagstæðar (Sigrún Davíðsdóttir 1999:151-206). Samkvæmt þeim
var gert ráð fyrir að íslensk handrit í Danmörku teldust sameiginleg eign Dana
og íslendinga, og skyldu þau skiptast þannig að handrit sem þóttu fjalla að
mestu um ísland og íslendinga varðveittust á íslandi en önnur í Danmörku.
Mörgum Dönum þótti þessi tillaga, sem Hans Hedtoft, forsætisráðherra Dana
og samflokksmaður Bomholts, kallaði „kólumbusareggið", snilldarlausn á
handritadeilunni, en á Islandi var henni mótmælt nær einum rómi. Þing og
þjóð virtust algerlega sameinuð að baki ríkisstjóm íslands sem ályktaði „að
hugmyndin um sameign handritanna geti ekki orðið samkomulags grund-
völlur til lausnar handritamálinu, þar sem slík sameign mundi gersamlega
brjóta í bága við þjóðartilfinningu fslendinga og skilning þeirra á handrita-
málinu ...“ (Sameign handritanna 1954). Formleg viðurkenning á sameigin-
legri eign handritanna með Dönum jafngilti í hugum íslendinga að þeir
afsöluðu sér hluta af einkaeign sinni á bókmenntaarfinum í hendur Dönum, og
það kom ekki til greina. „íslendingar telja sig eiga handritin með sama rétt-
inum og þeir eiga tign og fegurð Fjallkonunnar og Danir eiga „et yndigt
Land““, sagði Olafur Thors um tillöguna, og þar með var hún útrædd af
íslendinga hálfu (íslendingar telja sig eiga handritin 1954; Sigrún Davíðsdóttir
1999:184-186).
Vandinn við þessa röksemdafærslu var ekki síst sá að íslendingar vissu vel
að þeir áttu afar erfítt með að fá eignarrétt sinn á handritunum viðurkenndan
fyrir dómstólum og reyndar virtist fátt benda til þess að kröfur þeirra stæðust
nokkur formleg lög (sbr. Ólafur Lárusson 1945:5). „Að alþjóðlegur dómstóll
dæmdi Dani til að skila okkur handritunum? Jú, kannski, ef dómstóllinn væri
skipaður Svertingjum, Aröbum og Indverjum“, varð einum greinarhöfundi
dagblaðanna að orði, og mátti af þessari athugasemd ráða að honum þætti slíkt
réttlæti ekki mikils virði (Bjöm O. Bjömsson 1954). Af þessum sökum höfðu
fyrstu kröfur íslendinga um skil gagna úr Ámasafni einungis varðað þau
handrit og skjöl sem Ámi Magnússon taldist sannanlega hafa fengið að láni
(Alþingistíðindi 1907-1908 A:1149 og B-,2883-2890; Sigrún Davíðsdóttir
1999:25-35), en ekki þótti gerlegt að krefjast „aftur þeirra hluta, sem vitanlegt
er um, að hafa verið gefnirÁma Magnússyni af rjettum eigendum" (Alþingis-
tíðindi 1924 C:41). Kröfur Islendinga hörðnuðu reyndar er frá leið, og al-
þingishátíðarárið fóru þingmenn fram á að öllum þeim bókum í dönskum