Gripla - 01.01.2003, Síða 184
182
GRIPLA
söfnum „sem eru hugsaðar og samdar af hérlendum mönnum, skrifaðar á
íslandi og varðveittar á íslandi lengur eða skemur“ yrði skilað til síns heima,
enda væri uppruni þeirra „íslenzkur ... að öllu leyti“ (Alþingistíðindi 1930
B: 145, sbr. A: 1464). Krafan um að fá „Ámasafn heim“ var ítrekuð árið 1938,
í tilefhi tuttugu ára fullveldisafmælis Islendinga, en enn efuðust menn um hinn
lagalega rétt til handritanna. Allir íslendingar voru þess fullvissir, sagði flutn-
ingsmaður tillögunnar, Gísli Sveinsson, „að það sé réttur Islendinga, að þess-
um hlutum verði skilað“, en það þýddi ekki að réttarstaða íslendinga væri
óumdeild:
„Rétturinn“ er að sjálfsögðu um ýmislegt af þessu lagalegur, svo sem
réttur vor ávallt var til sjálfstæðis þjóðarinnar, en hitt má vera, að það
út af fyrir sig dugi ekki ætíð til fulls, er út í mál er komið við aðrar
þjóðir. Fyrir því er samninga- og samkomulagsleið farin, því að hitt
orkar ekki tvímælis, að siðferðislegur réttur, menningarlegur réttur
þjóðarinnar er, að því verði fullnægt, sem hér er farið fram á. (A l-
þingistíðindi 1938 D:28-29, sbr. A:530-531)
Réttaróvissan í handritamálinu gerði það að verkum að íslendingar voru
mjög upp á Dani komnir um lausn deilunnar. Gátu þeir í raun lítið annað gert
en að hvika hvergi frá ýtrustu kröfum sínum í þeirri von að Danir viðurkenndu
á endanum meintan siðferðisrétt íslendinga. Þegar til kom voru það líka Danir
sem bundu enda á handritadeiluna með lögum sem upphaflega voru samþykkt
með miklum meirihluta á þjóðþingi þeirra árið 1961 og endanlega staðfest
með dómi í hæstarétti Danmerkur árið 1971. Lausnin var mjög í sama anda og
tillögur Bomholts frá árinu 1954, en með lögunum var Ámasafni skipt þann-
ig upp að hin íslenska Ámastofnun fékk þau handrit til varðveislu sem fjölluðu
um íslendinga og íslensk málefni, auk skinnhandrita úr Konunglegu bókhlöð-
unni sem féllu undir sömu skilgreiningu.2
Það kann að virðast undarlegt að Islendingar hafi fagnað þessari lausn
handritadeilunnar, ekki síst þegar þess er gætt að hún var næsta keimlík þeirri
sem þeir höfðu hafnað einróma nokkmm ámm fyrr. Á þeim var þó sá regin-
munur að hin endanlegu lög kváðu ekki á um eignarhald á handritunum og þar
með gátu íslendingar tekið við þeim sem lögmætri eign sinni, á meðan Danir
2 Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða, sem hefðu átt að sitja eftir í Kaupmannahöfn eftir
strangasta skilningi laganna, voru afhent samkvæmt sérstöku lagaákvæði, enda gátu íslend-
ingar ekki fallist á handritaskilin nema þau féllu þeim í hlut (Einar Ól. Sveinsson 1960; Sig-
rún Davíðsdóttir 1999:272-290).