Gripla - 01.01.2003, Page 185
HANDRITAMÁLIÐ
183
afhentu hluta handritasafna sinna sem gjöf. Þetta var afar viðeigandi endir á
sjálfstæðisbaráttu Islendinga, vegna þess að lausn handritadeilunnar var í
nákvæmlega sama anda og niðurstaða annars af viðkvæmustu ágreiningsmál-
um Islendinga og Dana í sjálfstæðisbaráttunni, þ.e. fjárhagsskilnaðar land-
anna. Þannig ákváðu Danir með stöðulögum árið 1871 að greiða íslendingum
árlegt tillag úr ríkissjóði svo að þeir gætu rekið íslenska stjómkerfíð, enda
virtist dönskum stjómvöldum að ástand landsins væri með þeim hætti að ís-
lendingar væru ófærir um að standa straum af því upp á eigin spýtur. íslend-
ingar tóku þessu gjaldi Dana þó aldrei sem ölmusu, heldur voru þeir sann-
færðir um að Danir hefðu fallist á reikningskröfur Jóns Sigurðssonar um
endurgreiðslu vegna aldalangrar kúgunar á Islendingum (sbr. Halldór Her-
mannsson 1929:1; Einar Ólafur Sveinsson 1959:8-9).
3. Handritin og danskt þjóðemi
Afstaða Islendinga til handritamálsins einkenndist af því að þjóðin sam-
einaðist í kröfunni um endurheimt handritanna, á líkan hátt og gerist jafnan
þegar Islendingum finnst hagsmunum sínum ógnað af erlendu valdi. í Dan-
mörku horfði handritadeilan allt öðru vísi við, vegna þess að dönsk þjóðarvit-
und og þjóðemisstefna var mun flóknari og umdeildari en hin íslenska. Óhætt
er að fullyrða að málið hafi fyrst komist á hreyfingu á meðal Dana skömmu
eftir síðari heimsstyrjöld þegar allstór hópur skólastjóra danskra lýðskóla,
undir forystu C. P. O. Christiansens í Fredriksborg hpjskole, sendi opið bréf til
dönsku ríkisstjómarinnar og ríkisþingsins undir yfirskriftinni „Giv Island sine
Skatte tilbage“. Tónninn í bréfinu var afar vinsamlegur í garð Islendinga, enda
þótt bréfritarar hafi tekið sérstaklega fram að íslendingar ættu engan lagalegan
rétt til handritanna. Niðurstaða bréfsins, sem birtist í málgagni lýðskólahreyf-
ingarinnar, H0jskolebladet, í lok febrúar árið 1947, var sú:
að þessi handrit eigi öll að afhenda Islendingum nú við allsherjarskipti
félagsbúsins milli þjóða vorra. Vér eigum að láta þau af hendi, vegna
þess að allur siðferðilegur réttur er Islands megin, vegna þess að í
vísindaskyni hljóta þau að verða bezt hagnýtt á Islandi, og vegna þess
að vér viljum uppfylla innilegustu ósk annarrar norrænnar þjóðar og
getum það án þess að missa neins í sjálfir, hvorki vísindalega né
þjóðlega. (Skilið íslendingum 1947:25; sbr. Giv Island 1947 og Sigrún
Davíðsdóttir 1999:75-77)