Gripla - 01.01.2003, Síða 188
186
GRIPLA
Oldtidsarven ... været levende, ikke mindst hos Folket, lige til vore
Dage. Her er ikke Tale om Guldhom i Mulde, altsaa som nævnt ikke
om Romantik, der bl. a. betyder at tage en forsbmt Udvikling op, saa-
dan sem det skete i Nordens andre Lande. Det er derfor, Manuskript-
sagen eren folkelig-national Sag ... (1957:63-64)
Hér tengir Bukdahl handritadeiluna við eina af uppáhaldskenningum
lýðskólahreyfingarinnar um eðli og uppruna þjóðernis. Kjami hennar er sá að
hver menningarheimur myndi eins konar lifandi einingu, sem þróast og
þroskast frá sameiginlegum uppruna til samtíðar. Bukdahl bendir á að íslensk
menning sé sprottin úr mjög fjölbreyttum jarðvegi, þar sem saman komu
klassísk áhrif að sunnan, norræn áhrif og einnig írsk, en það sem máli skipti
var að frá því um árið 1000 til nútímans hafi menningin myndað „en fast
sammenhængende kultur, fastere i sin udvikling end noget andet nordisk
lands" (Bukdahl 1956:38). Greinilega er mikill samhljómur með þessum orð-
um og kenningum Sigurðar Nordals um samhengið í íslenskum bókmenntum
(sbr. Sigurður Nordal 1996), en ólíkt Sigurði rekur Bukdahl hugmyndina beint
til uppsprettunnar, þýska hugmyndasmiðsins Johanns Gottfrieds Herders —
þjóðimar em eins og stólpar, sem hverjum er ætlað að standa einn og sér, en
saman bera þeir uppi brúna sem tengir mannkynið allt (1956:351).3 Orð
Bukdahls vísa því langt út fyrir deilu um afdrif gamalla skinnbóka í dönskum
söfnum og beint að kjama gamallar menningardeilu í Danmörku. Bent A.
Koch, aðalritstjóri Kristeligt Dagblad og einn helsti bandamaður íslendinga í
handritamálinu meðal Dana um árabil (sbr. Sigrún Davíðsdóttir 1999:220-
232), orðaði þetta þannig að í baráttunni um handritin hafi birst á áhugaverðan
hátt gamall klofningur í dönskum stjómmálum og menningarlífí, þar sem
tókust á afkomendur þjóðemisfrjálslyndismanna („de nationalliberale“) — en
þar átti hann við menningaryfirstétt höfuðborgarinnar, prófessora við
háskólana, vísindamenn og íhaldsmenn („en hob imperialister og koloni-
undertvingere eller vidskabsegoister“ kallaði rithöfundurinn Jens Kmuse
andstæðingana í handritamálinu (1965))4 — og sameinuð fylking lýðskóla-
fólks, „det folkelige Danmark", þar sem saman kom sá hluti Vinstriflokksins
og Róttæka vinstri flokksins sem átti rætur í lýðskólunum, verkalýðshreyf-
3 Um áhrif Herders á hugmyndir Grundtvigs um þjóðemi og „folk“, sjá m.a. Engberg 2001:
54-65.
4 Kmuse mun einnig hafa uppnefnt þennan hóp „lommeimperialister" og var því heiti oft hald-
ið á loft í greinum um handritamálið (Hammerich 1977 og Koch 1981).