Gripla - 01.01.2003, Page 191
HANDRITAMÁLIÐ
189
voru þeir tæpast saklausir af slíkum kenndum sjálfir. Að baki málflutningi
þeirra lá nokkuð augljós vilji til að verja heiður Danmerkur og arfleifð hins
gamla danska ríkis — og það var einmitt þess vegna sem þeir voru uppnefndir
„vasaheimsvaldasinnar" af lýðskólamönnum. Afhending handritanna var þó
ekki oft sett í beint samhengi við hnignun hins danska veldis, kannski vegna
þess að tæpast hefur þótt viðeigandi að mæra „heimsvaldastefnu“ danska
konungdæmisins þegar komið var fram yfir miðja síðustu öld — en þó má
finna dæmi um slíkt. Þannig byrjar hinn kunni menningar- og trúarsagnfræð-
ingur, Vilhelm Grpnbech, eina af sínum síðustu greinum á því að harma
hvemig dönsk stjómvöld höfðu, í mestu leynd, sóað dönskum arfi — svo sem
Jómfrúareyjum5 — og í hvert skipti sem land glataðist á þennan hátt „gik der
en skarp smærte gennem folket“. Nú vom ennþá myrkari blikur á lofti: „Der
gár uhyggelige rygter om at gode mænd, atter drevet af en ædelmodig
selvopgivelse, agter at udlevere vore værdifuldeste hándskrifter og arkivsager
til Island“, segir Grpnbech, og sársaukinn við tilhugsunina leynir sér ekki í
orðum hans. Grpnbech hafnaði þessum fyrirætlunum með svipuðum rökum
og rakin voru að ofan, en bætti svo við: „Vore samlinger er en slægtsarv ...
som vi er forpligtede til at hænde videre ned til vore efterkommere at glædes
ved og arbejde med.“ Varðveisla handritanna í Danmörku varðaði því heiður
ríkisins og framtíð: „Skal vor plads i fremtidens historie være en fodnote, hvor
Danmark og de danske kort og godt omtales som folket der afskrev sig selv?
Det er et ansvar for vore styresmænd at betænke“ (1948; sbr. Jacobsen 1946).
Þessi orð má skilja sem svo að litið hafi verið á handritin sem eina af
síðustu leifum stórveldissögu Dana á tímum þegar flestar lendur danska
konungdæmisins voru gengnar undan ríkinu — fyrst hvarf Noregur, þá
Holtsetaland og hlutar Slésvíkur og síðan Island — og nú átti að tæma söfnin
af þeim dýrgripum sem þar voru geymd. Söfnin minntu Dani á að þrátt fyrir
allt var Danmörk eitt sinn valdamiðja í stóru ríki sem dró til sín verðmæta
gripi frá jaðrinum, og reyndar einnig frá fjarlægum löndum á borð við Persíu
og Grikkland. Á þennan hátt var smáríkinu Danmörku skipað til sætis með
stórþjóðum sem áttu svipaða fortíð, og þá ekki síst Bretlandi og Frakklandi,
sem einnig þurftu að verjast kröfum um endurheimt menningarminja frá
fyrrverandi nýlendum sínum og jaðarsvæðum í Evrópu. I áliti nefndar sem
danska menntamálaráðuneytið skipaði árið 1947 til að fjalla um handritakröf-
ur Islendinga var söfnunum í Kaupmannahöfn jafnað við svipaðar stofnanir í
5 Hann var ekki einn um þessar tilfinningar vegna þess að svipað hafði angrað lýðskólamann-
inn Jprgen Bukdahl í æsku, sbr. Slumstrup 1988:86.