Gripla - 01.01.2003, Page 192
190
GRIPLA
París, Lundúnum og Vatíkaninu, en allt voru þetta borgir sem höfðu staðið
framarlega í vísindarannsóknum á þeim tíma þegar söfnin urðu til. Tilvist
slíkra safna var varin með þeim almennu rökum að menning sé í eðli sínu al-
þjóðlegt fyrirbæri og því sé vísindunum best þjónað með því að geyma menn-
ingarminjar í stórum og miðlægum söfnum. Almenn sátt ríkti í heimi vís-
indanna um að skerða ekki þessi söfn, fullyrtu nefndarmenn, „ikke blot som
en historisk betinget kendsgeming, men ogsá som en faktor, der er af af-
górende vigtighed for fremme af det videnskabelige arbejde, báde rent
praktisk og med henblik pá den intemationale ánd“ (Betækning 1951:97-99).
Sjónarmið eins og þessi urðu undan að láta í handritamálinu, enda var yfir-
gnæfandi meirihluti þingmanna á danska ríkisþinginu þess sinnis að Dönum
bæri að afhenda íslendingum stóran hluta íslenskra handrita í dönskum söfn-
um til varðveislu (Sigrún Davíðsdóttir 1999:302-308 og 335-340). Ef til vill
tóku margir þingmanna þessa afstöðu vegna þess að þeim fannst handritin
einfaldlega ekki það mikilvæg að þeir vildu stefna samskiptum íslands og
Danmerkur í hættu með því að þverskallast við óskum Islendinga. En ekki er
þó hægt að túlka niðurstöðu þingsins á annan hátt en þann að meirihluti
þingmanna hafi viljað hafna, í eitt skipti fyrir öll, stórveldishugsjónum ein-
veldisins. Þeir sem höfðu tengst lýðskólahreyfingunni gerðu það á forsendum
sem áður hafa verið nefndar; tími var kominn til að gera upp bú einveldisins
og hefja samskipti við fyrri hjálendur á nýjum grunni. Jafnaðarmenn og
vinstrisósíalistar studdu kröfur Islendinga á svipuðum forsendum, þótt þeir
legðu þyngri áherslu á meinta kúgun Dana á Islendingum á fyrri tíð en lýð-
skólamönnum var tamt. Eins var þróun norrænnar samvinnu mörgum jafn-
aðarmanninum kær, en Hans Hedtoft, forystumaður þeirra um árabil, var eins
og kunnugt er einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Norðurlandaráðs árið
1952. í danskri sögu verður afhending handritanna í Háskólabíói í aprfl 1971
því að teljast endanleg staðfesting á því að andi lýðskólanna hafði sigrað:
Danmörk var evrópskt þjóðríki, sem virti óskoraðan rétt annarra þjóða til að
stjóma sér sjálfar.
4. Summa jus, summa injuria6
Handritamálið hefur notið verðskuldaðrar athygli á alþjóðlegum vettvangi og
hefur lausn þess t.a.m. verið tekin sem dæmi um „óvenju siðmenntaða og
6 „Hinn ýtrasti réttur er hið mesta ranglæti", sbr. Skilið Islendingum 1947:31.