Gripla - 01.01.2003, Side 193
HANDRITAMÁLIÐ
191
skynsamlega gjörð“ í alþjóðasamskiptum í nýlegu fræðiriti um skil menn-
ingarminja (Greenfield 1996:12^11, 311). Það sem vekur athygli á málinu er
sú staðreynd að baráttan um handritin var alls ekki einangrað fyrirbæri, enda
hafa deilur um eignarhald á menningarverðmætum verið mjög áberandi í sam-
skiptum þjóða og menningarhópa á undanfömum áratugum. Barátta ís-
lendinga er því um margt hliðstæð tilraunum landa eins og Grikklands og
Mexíkós til að endurheimta gripi sem ratað hafa út úr landinu inn í evrópsk og
bandarísk söfn. Það er þó ekki síður niðurstaða handritamálsins sem vekur at-
hygli, enda þykir hún bera vott um óvenjulega sáttfýsi af hálfu deiluaðilja,
þrátt fyrir þær heitu tilfinningar sem undir kraumuðu hjá þeim báðum.
Sú ósk hefur því heyrst að handritamálið megi þjóna sem fyrirmynd fyrir
aðrar þjóðir sem eiga í svipuðum deilum (Vésteinn Ólason 2002:7). Ekkert
bendir til þess að slíkt hafi gerst í ríkum mæli enn sem komið er, og þá ekki
einu sinni á Norðurlöndum. Benda má í því sambandi á nýlega grein í tímariti
norrænna safnamanna eftir Moniku Minnhagen-Alvsten, deildarstjóra hjá
embætti þjóðminjavarðar Svíþjóðar, um það sem hún nefnir „áterförande av
kulturarv till dess ursprungsplass". Þar hvetur hún til þess að hvert slíkt mál sé
athugað sérstaklega, en andi greinarinnar er þó mjög í sama stfl og málflutn-
ingur danskra andstæðinga afhendingar íslensku handritanna. Kröfur um skil
menningarminja einkennast oft af tilfinningum frekar en „grundlaggande
fakta“, segir Minnhagen-Alvsten (2002:50), og hljómar sú fullyrðing óneit-
anlega kunnuglega. í greininni ræðir hún sérstaklega kröfur, m.a. frá Tékkum,
um skil á bókum og handritum sem Svíar tóku herfangi á meginlandi Evrópu
á 17. öld, en hún segir sænskt fagfólk almennt hafa verið sammála um að
hafna slíkum hugmyndum. Þessir gripir eru ekki þýfi, fullyrðir hún, „och de
har spelat en ovárderlig roll för Sveriges kulturella utveckling. De har funnits
har sá lánge i landet att de har blivit en del i várt kulturarv“ (2002:50).7
Hvað íslensk handrit í dönskum söfnum varðar fer vart á milli mála að þau
voru ennþá síður þýfi en umrætt herfang Svía, og efni þeirra hafði sannarlega
sterk áhrif á þróun danskrar menningar, í það minnsta fram á fyrri hluta 20.
aldar. Málflutningur íslendinga og stuðningsmanna þeirra í Danmörku í
7 Það er athyglisvert að greinin er byggð á erindi sem flutt var á ársfundi samtaka norræns
safnafólks sem haldinn var á íslandi árið 2002, þar sem fjallað var um ýmsar hliðar afhend-
ingar menningarminja. Þar fjölluðu Vésteinn Ólason og Birgitte Kjær um handritamálið frá
íslenskum og dönskum sjónarhóli, og voru bæði sammála um að niðurstaða málsins hefði
verið hin farsælasta (Vésteinn Ólason 2002 og Kjær 2002).