Gripla - 01.01.2003, Page 194
192
GRIPLA
handritamálinu hefði því tæpast bitið á sænskt fagfólk. Slík tregða safnafólks
til að skila gripum í þess vörslu er líklega að nokkru leyti byggð á svipuðum
tilfinningum og kröfur þjóða um „endurheimt“ minja sem þær hafa misst til
annarra — safnið, tákn þess og innihald, verður að eins konar ramma sjálfs-
myndar fyrir safnamanninn, á sama hátt og þjóðin og þjóðmenningin er fyrir
íslendinginn, Danann, eða hvem þann sem telur sig hluta af ákveðinni þjóð
eða þjóðemishópi. Áhugi fer þó vaxandi á þeim álitamálum sem tengjast
flutningi menningarminja sem streyma stöðugt ffá fátækari löndum til hinna
ríkari, eða frá hinum valdaminni til hinna valdameiri. Þetta leiddi til þess að
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samdi sérstakan
sáttmála árið 1970 um leiðir til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning og sölu
menningarminja (cultural property) á milli landa (Convention).8 Þessi sáttmáli
á greinilega ekki við um handritamálið, bæði vegna þess að hann telst ekki
afturvirkur (sbr. Seligman 1989:78) og vegna þess að hann er gerður af ríkjum
og tekur því ekki beinlínis til menningarminja sem fluttar eru til innan þeirra,
en ísland og Danmörk tilheyrðu sama ríki þegar handritunum var safnað.
Sáttmálanum er þó ætlað að koma í veg fyrir söfnun á borð við þá sem fram
fór á íslandi á 17. og 18. öld, þegar stór hluti íslenskra skinn- og pappírshand-
rita var fluttur úr landi, og söfnun Áma Magnússonar og handritasendingar
Brynjólfs biskups Sveinssonar hefðu því að öllum líkindum talist bæði ólög-
legar og ósiðlegar ef þær hefðu átt sér stað nú á tímum.
Þegar allt kom til alls voru íslendingar þó upp á góðvild Dana komnir í
handritamálinu vegna þess að þeir áttu enga lagalega heimtingu á handritun-
um og siðferðislegur réttur gildir einungis í máli sem þessu ef báðir aðiljar
þess eru sammála um þær reglur sem eiga að gilda við lausn deilunnar. Það
var gæfa íslendinga að meðal Dana vom þau pólitísku öfl ráðandi sem vildu
einmitt hverfa frá ýtrasta rétti sínum, vegna þess að þau höfnuðu hefðum hins
gamla einveldis. Afstaða Dana til handritamálsins er því mjög athyglisvert
dæmi um það hvemig nútímaþjóð gerir upp fortíð sína og sögu, þ.e.a.s.
endurskoðar minningar þjóðarinnar í því skyni að skapa henni nýja
sjálfsmynd. Deilan sýnir einnig vel hvemig Islendingar ráku mál sem snerti
kjama þjóðemisvitundar þeirra. Þeir voru fullkomlega ósveigjanlegir í
formlegum kröfum sínum til handritanna — þau vom íslensk eign og Islend-
ingar voru því ófáanlegir að deila þeim með öðrum. Aftur á móti reyndust
íslensk stjómvöld afar sveigjanleg þegar viðunandi lausn var fundin og
8 Af einhverjum ástæðum eru fslendingar ekki ein þeirra 99 þjóða sem skrifað hafa undir
sáttmálann (sbr. Convention).