Gripla - 01.01.2003, Page 200
198
GRIPLA
vegar stafsetningu útgáfna og hversu læsilegar þær eigi að vera og hins vegar
þá aðferð að prenta aðeins texta eins handrits með lesbrigðum úr öðrum þótt
viðkomandi texti sé varðveittur í fjölda handrita. Með öðrum orðum snýst
umræðan oft á tíðum um viðhorf til textans, þ.e. hvort texti er stöðugt og
óbreytanlegt fyrirbæri eða síbreytilegur (sjá t.d. Szarmach 1994:2).
í þessari grein verður fjallað um útgáfur norrænna miðaldatexta og ís-
lenskra texta frá síðari öldum. Ekki verður fjallað mikið um hugmyndafræði-
legan bakgrunn útgáfuaðferða, heldur mismunandi stafsemingu útgáfna og
hvort textar eru gefnir út eintexta eða fjöltexta; enn fremur verður rætt um
samrunaútgáfur. Markmiðið er að lýsa ástandi og benda á kosti og galla mis-
munandi útgáfna frá sjónarhóli notenda, en ekki að dæma einstakar útgáfur.
Ekki þótti ástæða til að nefna allar útgáfur; það er ekki þar með sagt að þær
verðskuldi ekki allar umfjöllun. í greininni verður einnig vitnað til skoðana
fræðimanna í norrænum fræðum á útgáfum sl. eina og hálfa öld — án þess að
mat sé lagt á viðhorf þeirra — en fræðimenn eins og Konráð Gíslason, Finnur
Jónsson og Jón Helgason voru reyndir útgefendur sem höfðu skoðanir á því
með hvers konar aðferðum ætti að gefa út texta og þykir því rétt að gefa
viðhorfum þeirra gaum þótt aðstæður hafi um margt breyst frá því þeir voru
við störf.
2. Útgáfur og notendur
Útgefendur texta verða að gera upp við sig hvaða notendahópi útgáfan er
ætluð, þ.e. hvort útgáfan er ætluð almenningi eða öðrum fræðimönnum.3
Fræðimenn koma úr mismunandi fræðigreinum (skriftarfræði, málfræði, bók-
menntafræði, sagnfræði o.s.frv.) og nota eldri texta sem viðfangsefni á ýmsa
3 Tekið skal fram að í eftirfarandi umfjöllun er orðið útgefandi einungis notað um þá sem búa
texta til prentunar, rannsaka texta og handrit og semja skýringar og inngang við útgáfur sínar.
Hugtakið er því ekki notað unt fyrirtækið eða stofnunina sem tekur að sér að kosta útgáfuna
og dreifa upplaginu, þ.c.forlagiö. Reyndar vill Anne Hudson (1977:34-35) skilgreina „edi-
tion“ sem eitthvað meira en „a simple reproduction of a single manuscript" sem leiðir hugann
að því að sagnorðið edit á ensku merkir ekki nákvæmlega það sama og að gefa út & íslensku.
Edit og editor ná einnig yfir hugtökin ‘ritstýra’ og ‘ritstjóri’ sem gefa út og útgefandi ná ekki
yfir, en á hinn bóginn nota margir enskumælandi orðið edition síður yfir það sem kallað er
„reproduction"; íslenska orðið útgófa nær hins vegar yfir hvort tveggja. Enn ffemur er rétt að
taka fram að hugtakið útgófa felur í sér fjölfjöldun eða birtingu, og verður því ekki notað hér
í þeirri merkingu að ný útgáfa texta hafi orðið til þegar skrifari lagaði til texta sem hann
afritaði (sbr. Hudson 1977:34).