Gripla - 01.01.2003, Page 202
200
GRIPLA
í beinum málfræðinga, enda óska þeir frekar eftir útgáfu á handriti en útgáfu á
texta. í stuttu máli sagt snúast rannsóknir sagnfræðinga um efnið en rann-
sóknir málfræðinga fyrst og fremst um formið og vandamál geta komið upp
vegna þess að þeir sem gefa út texta eru með mismunandi bakgrann og
mismunandi markmið og gefa út fyrir fólk með mismunandi væntingar (sbr.
Sprensen 1989:230-233).9
Stafsetning útgefinna texta hefur einnig verið til umræðu. Það er eðlilegt
að útgáfur fyrir almenning og nemendur séu hafðar auðlæsilegar og einnig
þær útgáfur sem ætlaðar eru fræðimönnum sem rannsaka innihald textans. A
hinn bóginn er jafn eðlilegt að sumir málfræðingar og skriftarfræðingar geri
kröfur um að stafsetning í útgáfum sé höfð nær því sem er í handritunum
sjálfum.
3. Flokkun útgáfna
Nokkrir fræðimenn hafa flokkað textaútgáfur til að fá betri sýn yfir marg-
breytileika þeirra og draga fram nokkur atriði sem eru sameiginleg og önnur
sem nota má til að draga þær í dilka. Einn þeirra er Odd Einar Haugen (1995,
sjá einnig 1984:56-59) sem hefur flokkað útgáfur á kerfisbundinn hátt eftir
tveimur atriðum: I fyrsta lagi miðar hann við hvemig textinn er gefinn út,
einkum hvers konar stafsetning er notuð („tekstreproduksjon") og í öðru lagi
hvers konar texti er gefinn út sem mætti kalla textaval („tekstseleksjon").10
Kirsten Wolf (1993), Jiirg Glauser (1997), Jon Gunnar Jorgensen (2002) og Sverrir Tómasson
(2002), sjá einnig Odd Einar Haugen (2000). Það má geta þess hér að hugtakið ný fílólógía er
ekki nýtt, það var t.d. notað á fjórða áratug 20. aldar um skoðanir ítalskra fræðimanna sem
gagnrýndu þáverandi útgáfuhefð í klassískri og rómanskri fílólógíu. Þessir „nýju textafræð-
ingar" höfðu mikil áhrif á Ítalíu þótt þeir gengju reyndar alls ekki eins langt í gagnrýni sinni
og Frakkamir Joseph Bédier og Henri Quentin (sjá Foulet og Speer 1979:32-33). Af þessum
sökum er óheppilegt að tala um „nýja fílólógíu", auk þess sem einhvem tíma verður nýtt
gamalt. Þá er heitið einnig óheppilegt vegna þess að með því er gefið í skyn að hér sé um
nýja og sjálfstæða fræðigrein að ræða en ekki aðeins önnur viðhorf innan gamallar fræði-
greinar.
9 Flemming Lundgreen-Nielsen telur upp þá sem gefa út texta í Danmörku (1989:241): „Det er
universitets- og læreanstaltansatte forskere, dansklærere, privatlærde og kulturjoumalister —
samt disse kategorier i pensionstilstand. Rekmtteringen af udgivere er i reglen bredere ved
litterære projekter end ved sprogligt orienterede værker. Og det er ogsá velmenende amatorer,
som desværre kan gpre skade, nár de med en uprofessionel udgave blokerer for en bedre i
árevis, altsá til bogudsalgene eller papirmóllen har fáet deres."
10 Að auki er hægt að flokka útgáfur eftir því sem fylgir textanum, þ.e. lesbrigðum, skýringum
og athugasemdum (sbr. t.d. Rigg 1977b:3).