Gripla - 01.01.2003, Page 203
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
201
Haugen flokkar fyrst eftir „tekstreproduksjon“, þ.e.a.s. eftir ‘stafsetningar-
stigi’, ef svo má að orði komast (1995:71-78). Hann nefnir 6 stig í stafsetn-
ingu án þess að flokka þau nánar, en hér á eftir hefur þessari flokkun verið
breytt og hún gerð nákvæmari. Myndimar sem fylgja eru úr AM 551 a 4to (bl.
24v) og dæmin um mismunandi stafsetningu em öll uppskrift á textanum á
myndunum; textabúturinn er úr Grettis sögu.
Mismunandi útgáfur á handriti
I. Ljósprentuð útgáfa:
1. Ljósprentuð útgáfa eftir ljósmyndum teknum í útfjólubláu ljósi, sjá mynd
á bls. 202 (sbr. Jón Helgason 1958:ljósmyndir milli 116. og 117. bls.).
2. Ljósprentuð útgáfa eftir hefðbundnum ljósmyndum, sjá mynd á bls. 203.
II. Táknrétt útgáfa:1'
Öll tákn (stafir, bönd og önnur tákn), sem koma fyrir í handriti, eru prentuð.
Gerður er greinarmunur á mismunandi d,f, r, rogv (‘d’ : ‘ö’, ‘f : ‘f’, ‘r’ : ‘i’,
‘s’ : ‘f’ og ‘v’ : ‘p’) og ekki er leyst upp úr böndum og skammstöfunum.
Þessum flokki má skipta í tvennt, þ.e. annars vegar „venjulega“ stafagerð og
hins vegar í stafbrigðarétta útgáfu þar sem gerð er tilraun til að fylgja
stafagerð og stafbrigðum handritsins mjög náið. Slíkt er þó afar erfitt því að
það verður alltaf matsatriði hve langt eigi að ganga í að fylgja handritinu, auk
þess sem búa verður til mjög marga stafi í tölvuleturgerðum ef vel á að vera.12
11:1 Stafbrigðarétt útgáfa
Gcbi liet bonöi þeý t fín þ'aö tjm þottí œtíö u e’ Fj þeytöi þu u ua; ute
Gr laa byj z Ipœöi fc þugi Gla faa aö ljgát nu; laa J fœtin z RqeÖ n Jri ept
fbalanú z þp J pellöin ftunö paft.GR fþnöi J ftocberi z gc þ þugi Gla
þnycb ti anað firi mlu paffa z biþiz þugi pelÖin
11 Ég hef áður (2001:96) lagt til að notuð yrðu orðin táknréttur og staftáknréttur um ákveðnar
gerðir af útgáfum og uppskriftum. Orðið bandréttur hef ég lagt til að verði notað til að lýsa út-
gáfu (uppskrift) þar sem böndin eru prentuð en útgáfan er samt ekki táknrétt að öðru leyti. Ég
þakka Stefáni Karlssyni fyrir aðstoð við að finna heppileg orð á íslensku yfir mismunandi út-
gáfur.
12 Rétt er að taka fram að þegar texti handrits er skrifaður upp fer fram túlkun. Þegar útgefandi
kýs að fylgja handritinu mjög náið er túlkunin lítil, en eykst eftir því sem stafsetningin fjar-
lægist rithátt handritsins.