Gripla - 01.01.2003, Page 208
206
GRIPLA
Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir hverri gerð fyrir sig, bæði mis-
munandi útgáfum á handriti og textavali. Fjallað verður um kosti og galla
hverrar gerðar og skoðanir fræðimanna fyrr og nú á einstökum gerðum.
4. Mismunandi útgáfur á handriti
4.1 Ljósprentaöar útgáfur
4.1.1 Inngangur
Ljósprentaðar útgáfur komast næst handritinu sjálfu, sérstaklega þær yngri þar
sem ljósmynda- og prenttæknin er allgóð og flestir drættir og blettir handrits-
ins sjást, en lengi vel — og jafnvel enn — sáust ekki fínustu drættir í
ljósprentuðum útgáfum og stundum sést bakhlið blaðsíðunnar í gegn, jafnvel
það vel að hún truflar lesturinn. I svarthvítum útgáfum er einnig vandasamt
eða ómögulegt að sjá Htarmun á bleki og þar af leiðandi er erfítt að gera grein-
armun á upphaflegri skrift og síðari tíma viðbótum, nema um sé að ræða áber-
andi mun á skriftarlagi.
Ég skipti þessum flokki í tvennt, þ.e. í ljósprentaðar útgáfur eftir myndum
sem teknar hafa verið í útfjólubláu ljósi — vegna þess að slíkar myndir sýna
langoftast meira en greina má með berum augum — og ljósprentaðar útgáfur
eftir hefðbundnum ljósmyndum.15 Ljósmyndun í útfjólubláu ljósi er ljósmynd-
un við aðrar aðstæður en venjuleg ljósmyndun, en prenttæknin er hin sama á
hverjum tíma, og útkoman er ljósmynd sem sýnir pennadrætti og annað því
um líkt sem sést að jafnaði ekki í handritinu sjálfu með berum augum.16
í umfjöllun sinni um ljósprentaðar útgáfur tekur Odd Einar Haugen
(1995:71-72) nokkur dæmi, þar á meðal útgáfu á AM 674 a 4to frá 1869 (sjá
Det Arnamagnæanske Haandskrift) sem er fyrsta ljósprentaða útgáfan á
15 Verið er að þróa tækni til að lesa uppskafninga og sjá það sem skafið hefur verið út og skrifað
yfir (sjá t.d. Rinascimento Virtuale project). Þegar sú tækni verður aðgengileg má búast við
að undirflokkum ljósprentana fjölgi.
16 Einnig hefði verið hægt að skipta þessum flokki í Ijósprentun í lit og Ijósprentun f svarthvítu,
en nokkur handrit hafa verið gefin út ljósprentuð í lit á síðustu árum. Það er hins vegar ekki
gert vegna þess að hægt er að líta svo á að prentun í lit sé aðeins liður í þróun prentgæðanna
frá ljóssteinprentinu, þar sem sífellt meira af handritunum sést betur í ljósprenmðum útgáfum,
en þó ekki meira en mannlegt auga greinir í handritinu sjálfu og í reynd sjaldnast svo mikið.
Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol) var ljósprentuð í lit 1981 (sjá ÍM I), en áður höfðu sýnis-
hom úr handritum verið litprentuð, t.d. gaf Halldór Hermannsson (1935) út 24 sýnishom úr
11 handritum í lit.