Gripla - 01.01.2003, Page 210
208
GRIPLA
4.1.3 Not
Ljósprentaðar útgáfur gefa einna besta hugmynd um handritið sem hlut og
ekki bara texta en þeim fylgir sá ókostur að alþýða manna á erfitt með að lesa
þær án þjálfunar í handritalestri. Ljósprentaðar útgáfur eru því varla fyrir aðra
en skriftarfræðinga — nema þeim fylgi uppskrift sem var sjaldgæft lengi vel.
Auðvitað geta aðrir fræðimenn haft not af þeim, en þær geta þrátt fyrir það
tæplega talist æskilegasta útgáfuformið fyrir þá. Auk þess eru ljósprentaðar
útgáfur oftast nær mjög dýrar og tiltölulega fá handrit hafa verið gefin út á
þann hátt. Stafræn myndataka hefur þó breytt miklu hvað þetta varðar og nú er
hægt að nálgast nokkuð mörg handrit á Veraldarvefnum, sjá t.d. Sagnanet,
Stafrænt handritasafn og Elektra - e-manuskripter.
4.2 Koparstungur og steinprent
Koparstungur og steinprent skipta að sjálfsögðu engu máli sem útgáfuaðferð
nú til dags, en eru nefnd hér vegna þess að slíkar eftirmyndir af handritum
hafa frá því seint á 18. öld þótt prýða útgáfur þótt einungis hafi verið um að
ræða lítil sýnishom (sbr. Jón Helgason 1958:111), auk þess sem þessar að-
ferðir liggja á milli ljósprentunar og táknréttrar útgáfu. Sunnar í álfunni voru
koparstungur af skriftarsýnishomum notaðar til skreytingar í bókum á 17., 18.
og 19. öld (sjá t.d. Rumble 1994:41). Aðferðin fólst í því að handverksmenn
teiknuðu myndir sem síðan voru unnar á koparplötu eða steinplötu og svo
prentaðar.
Koparstungur af nokkrum línum úr fjórum Konungsskuggsjárhandritum
eru prentaðar í útgáfu Hálfdanar Einarssonar (1768:titilblað, [v], xi, xxv), þ.e.
AM 243 a fol (5val-6), AM 243 e fol (49vl-5), AM 243 f fol (42r4-8) og
AM 243 1 fol (14vl-5). Koparstunga af Langfeðgatali frá Nóa til vorra
konunga, þ.e. einni blaðsíðu úr AM 415 4to (bl. 12r), er í útgáfu Jacobs
Langebeks á ritum um danska miðaldakonunga (1772:milli 4. og 5. bls.).
Nokkuð mörg sýnishom af norrænum handritum voru prentuð sem kopar-
stungur á tímabilinu 1770-1840 og mörg önnur voru prentuð sem steinprent
1840-1890, þau elstu þó sennilega í Antiqvitates Americanæ frá 1837.
Þótt viðkomandi teiknarar hafi lagt sig fram um að endurskapa fyrirmynd-
imar verða eftirmyndimar aldrei alveg eins og frummyndimar (sbr. Finnur
Jónsson 1918:38 og Guðvarður Már Gunnlaugsson 2000:24). Koparstungur
og steinprent eru því túlkun teiknara. Hins vegar var ekki þörf á drátthögum
mönnum við gerð ljóssteinprents, þar sem ljósmynd var varpað á steinplötu,
og verður því að telja ljóssteinprent til ljósprentunar þótt eftirgerðin hafi ekki