Gripla - 01.01.2003, Page 211
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
209
verið jafngóð og síðar varð (sjá Palæografisk Atlasw) og stundum hafi þurft
að skýra myndimar eins og áður hefur komið fram. Koparstungur og stein-
prent eru þó oft svo nákvæmar eftirmyndir að þær gagnast skriftarfræðingum
eins og ljósprent.
4.3 Táknréttar útgáfur
4.3.1 Inngangur
Sem dæmi um táknréttar útgáfur (,,faksimiletrykk“) nefnir Odd Einar Haugen
(1995:72) útgáfu Vemers Dahlerups (1880) áÁgripi af Noregskonungasögum
(AM 325 II 4to). Slíkar útgáfur em sjaldgæfar, og er oftast um að ræða pmfur
fyrir tíma góðra ljósprentaðra útgáfna. Konráð Gíslason (1846:iv—cviii)
prentar u.þ.b. 130 táknrétt sýnishom úr 29 handritum í innganginum að mál-
fræðiriti sínu, auk nokkurra seðla Áma Magnússonar. Þessi háttur er í sam-
ræmi við skoðanir Konráðs, eða eins og hann segir (1846:ii):
í fyrsta lagi ætti að prenta allar helztu skinnbækur, án þess að neinu
væri breytt, svo að blaðsíða svaraði blaðsíðu, lína línu, orð orði, stafur
staf, band bandi, púnktur púnkti, og allt eptir því; þess kyns útgáfur em
nauðsynlegar handa þeim, er leggja stund á málið, en hafa ekki sjálf
handritin.18
Um svipað leyti vom 9 táknrétt sýnishom af griða- og tryggðamálum í
Konungsbók Grágásar (GKS 1157 fol), Staðarhólsbók Grágásar (AM 334 fol)
og Skarðsbók Jónsbókar (AM 350 fol) prentuð í Islendínga sögum (11:485-
493). í táknréttum útgáfum er línu- og síðuskipting oftast sýnd, og oft er
textinn settur upp eins og í handritinu sem prentað er eftir, það gerir t.d.
Dahlemp (1880), en reyndar er línuskipting handritanna í Islendínga sögum
ekki sýnd. í fyrsta bindi Íslendínga sagna (1843) höfðu reyndar verið prentuð
sýnishom sem eru bandrétt en geta samt vart talist táknrétt.19 Handskrifuð
uppskrift Jóns Helgasonar á Hundabréfinu í Kóngsbókinni (Sth perg 33 4to) er
og táknrétt (1951b:ljósmynd milli 110. og 111. bls.).
18 Peter Andreas Munch var sama sinnis og Konráð að því er kemur fram í bréfum hans (sjá
Haugen 1994:149-150).
Um er að ræða útgáfu á íslendingabók (AM 113 b fol), predikun úr íslensku hómilíubókinni
(Sth perg 15 4to) og Reykjaholtsmáldaga (Íslendínga sögur 1:362-383, 385-392). Ekki er
gerður greinarmunur á ‘f og ‘p’,‘d’ og ‘ö’,‘y’ og ‘ý’, ‘i’ og Y, ‘r’ og ‘t’, en hins vegar er
19