Gripla - 01.01.2003, Page 212
210
GRIPLA
4.3.2 Not
Andrea van Arkel-de Leeuw van Weenen (1987) gaf út orðasafn Möðru-
vallabókar (AM 132 fol) og fylgdi því táknrétt uppskrift alls handritsins. Áður
hafði hún rætt um notkun tölva við útgáfur þar sem hún mælti með táknréttum
útgáfum, t.d. að útgefendur gætu — a.m.k. í sumum tilvikum — gert tvær
útgáfur samtímis, aðra táknrétta og hina með samræmdri stafsetningu. Hins
vegar mælti hún ekki með „graphetic transcription“ nema því aðeins að við-
komandi fræðimaður væri að rannsaka skrift (1985a:32-33), en þar á hún við
stafbrigðaréttar uppskriftir (flokkur 11:1). Þrátt fyrir það mælti hún með að í
textabanka, sem rætt var um að stofna, yrðu einnig geymdar stafbrigðaréttar
uppskriftir (1985b:43).
Táknréttar útgáfur eru sjaldgæfar, eins og áður sagði, og fræðimenn sem
fjalla um útgáfuaðferðir nefna þær sjaldnast (sjá þó Foulet og Speer 1979:43).
Þær eru erfiðar aflestrar og gera miklar kröfur til útgefenda, setjara og próf-
arkalesara. Vandséð er hverjum slíkar útgáfur þjóna (sbr. Haugen 1995:78-
79), því að skriftarfræðingar þurfa fyrst og fremst á ljósprentuðum útgáfum að
halda og málfræðingum nægir stafréttar útgáfur. Táknréttar og stafbrigðaréttar
rafrænar uppskriftir nýtast þó skriftarfræðingum vel við rannsóknir á notkun
einstakra tákna.
4.4 Stafréttar útgáfur
4.4.1 hmgangur
Staftáknréttar útgáfur eru ekki óalgengar, a.m.k. áður en farið var að beita ljós-
prentunartækninni skipulega. Sem dæmi um slíkar útgáfur má nefna útgáfu
Carls af Petersens (1882) á Jómsvíkinga sögu (AM 291 4to) og Ludvigs
Larssons (1883) á elsta hluta GKS 1812 4to. Odd Einar Haugen nefnir útgáfu
Oscars Alberts Johnsens (1922) á Ólafs sögu helga sem dæmi um staftáknrétta
útgáfu („strengt diplomatarisk utgáve“) og sem dæmi um stafrétta útgáfu
(„diplomatarisk utgáve") nefnir hann útgáfu Magnusar Rindals (1981) á
Barlaams sögu og Jósafats; hér er átt við flokk 111:2 (1995:74, 76). Þótt útgáfa
Johnsens flokkist sem staftáknrétt, öðru fremur, er samt ekki gerður greinar-
gerður munur á ‘m’ og ‘oi’, ‘v’ og ‘p’ og ‘s’ og T, hásteflingar eru prentaðir og ‘tj’ fyrir/ng/.
Hástafir eru samræmdir í íslendingabók og sett eru inn greinarmerki í Reykjaholtsmáldaga.
Finnur Magnússon talar í formála þessarar útgáfu, sem Jón Sigurðsson vann að mestu, um
„det nöiagtige Aftryk“ á íslendingabók eftir uppskriftum Jóns Erlendssonar (tslendínga sögur
I:xi, xliv).