Gripla - 01.01.2003, Page 213
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
211
munur á ‘f og ‘p’ og ‘v’ og ‘p’ í henni. í staftáknréttum útgáfum er línu- og
síðuskipting oftast sýnd, það gera t.d. af Petersens (1882) og Larsson (1883),
og stundum er textinn settur upp eins og í handritinu. Staftáknréttar útgáfur
hafa einnig verið notaðar þegar texti illlæsilegra handritsbrota hefur verið
gefinn út í tímaritum eða öðrum safnritum, sjá t.d. útgáfu Jóns Helgasonar
(1984) á broti úr Konungsskuggsjárhandriti (AM 655 XXVIII B 4to), þótt Jón
prenti að vísu ‘i’, ‘d’ og ‘f í stað ‘í’, ‘ö’ og ‘p’. Stafréttar útgáfur (111:2) eru þó
algengari en staftáknréttar, sjá t.d. útgáfu Jóns Helgasonar (1952) á blaði úr
Heiðarvíga sögu (Lbs frg 1).
Nokkrar útgáfur Ámastofnunar í Reykjavík em stafréttar, þ.e. falla í þriðja
flokk (III: 1,111:2 og 111:3). Útgáfa á Elucidariusi (Firchow og Grimstad 1989)
er staftáknrétt (111:1), þótt prentað sé ‘f fyrir ‘p’. Gyðinga saga (Wolf 1995)
fellur í flokk 111:2, sem og Jónatas ævintýri og Jónatas saga (Jorgensen 1997).
Andrea de Leeuw van Weenen (1993) gaf út íslensku hómilíubókina og
flokkast sú útgáfa einnig í 111:2, þótt gerður sé greinarmunur á ‘s’ og ‘f en þar
getur verið um hljóðkerfislegan mun að ræða. Enn fremur fellur útgáfa Peters
A. Jorgensens (1997) á Jónatas rímum í flokk 111:3.
Nýleg útgáfa á Konungsbók eddukvæða er ljósprentun og uppskriftir sem
er annars vegar staftáknrétt og hins vegar með nútímastafsetningu (III: 1 og
V:3) (sjá ÍMIII) og útgáfa Ludv. F. A. Wimmers og Finns Jónssonar (1891) á
sama handriti er einnig ljósprentun og uppskrift sem fellur í flokk 111:1.
4.4.2 Not
Útgáfuhefð getur verið æði misjöfn eftir löndum, t.d. er löng hefð fyrir því í
Danmörku að miðaldatextar séu gefnir út stafrétt og upplausn banda sýnd
(flokkur 111:2) (sjá Frederiksen 1997:25-26) og sama gildir um danska texta
frá síðari öldum (sjá Lundgreen-Nielsen 1989:243-244). Alfred Foulet og
Mary Blakely Speer (1979:43^14) tala um „strictly diplomatic“ útgáfur sem
geta verið þess eðlis sem hér er kallað staftáknréttar eða stafréttar útgáfur (sjá
einnig Knirk 1985:603). Þau segja að aðalgagnið, sem hafa megi af slíkum
útgáfum, sé að uppskriftir af þessu tagi fylgi oft ljósmyndum í handbókum í
skriftarfræðum. Sumum fræðimönnum finnst útgefendur ganga of langt í að
prenta sérkenni handritsins og að of mikil virðing sé borin fyrir handritunum
sem geti leitt til þess að reynt sé að prenta öll sérkenni handrita, t.d. hvemig
skipt er á milli lína (Hudson 1977:38), en í flestum tilvikum er það sjálfsagt ef
um stafrétta útgáfu er að ræða.
Staftáknréttar útgáfur (111:1) eru varla nokkrum til verulegs gagns, nema