Gripla - 01.01.2003, Page 217
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
215
Útgáfa Jóns virðist falla í flokkinn IV:2, því að upphafsstafir og greinar-
merkjasetning eru að einhverju leyti samræmd og leyst er upp úr sumum
böndum án auðkenningar (þó er ‘m’ haldið) (1942:xvi-xvii).
Stefán Karlsson (1979) hefur bent á að hugsanlega megi gera útgáfur læsi-
legri með því að samræma notkun hástafa algjörlega, ekki aðeins í sémöfnum,
og einnig með því að samræma að einhverju marki tilviljunarkennda greinar-
merkjasetningu í aðalhandriti og koma þannig til móts við flesta notendur (sjá
einnig Knirk 1985:606-612).21
Léttsamræmdar útgáfur eru vissulega læsilegri en stafréttar, en spyrja má
hvort útgefendur eigi ekki að stíga skrefið til fulls og samræma stafsetninguna
alveg fyrst þeir eru á annað borð byrjaðir að samræma stafsetninguna að
einhverju leyti. Útgáfur af þessu tagi eru að sjálfsögðu nothæfar fyrir
málfræðinga, sérstaklega ef upplausn banda er auðkennd (IV: 1), en engu að
síður eru útgáfur í flokki 111:2 æskilegri fyrir hljóðkerfisfræðinga.
4.6. Útgáfur með samræmdri stafsetningu
4.6.1 Inngangur
Útgáfur sem flokkast í V: 1, þ.e. með stafsetningu sem hefur verið samræmd til
málstigs skrifarans, hafa varla verið gerðar en útgáfa Jóns Helgasonar (195 la)
á Völuspá og Hávamálum kemst sennilega næst því en í henni er stafsetningin
samræmd að miklu leyti til málfars 13. aldar. Stafsetningin er stöðluð að
mestu leyti en ekki öllu, svo að samræmingin fellur frekar undir stöðlunar-
flokkinn í V:l. Prentað er ‘i’ í stað j og ‘e’ og ‘o’ í endingum í stað i og u, og
ýmsum öðrum ritháttum handritsins (GKS 2365 4to) haldið þótt flest annað sé
samræmt (sjá einnig Neckel 1962).22
Sem dæmi um „fullt normalisert utgáve“ (V:2) nefnir Odd Einar Haugen
(1995:77-78) ritröðina Islenzk fornrit. Samræmd stafsetning fom hefur hins
vegar ekki verið notuð af Ámastofnununum tveimur. Þó gaf Jón Helgason
Hungurvöku út með slíkri stafsetningu eftir AM 380 4to, því að hann taldi öll
21 Um útgáfuhefð fomenskra texta og viðhorf útgefenda til þessara atriða sjá t.d. Malcolm
Godden (1977:19), Michael Lapidge (1991:39), Paul E. Szarmach (1994:3) og Helmut
Gneuss (1994:17-20).
22 Þar sem miðað er við málfar 13. aldar í samræmingu (sjá Snorri Sturluson 1976:ix-x og Jón
Helgason 195 la:ix), er það tilviljun að samræmingin fellur að mestu leyti að málfari skrifara
Konungsbókar eddukvæða, en hún fellur ekki að málfari skrifara Konungsbókar Snorra-Eddu
(GKS 2367 4to) (sjá Snorri Sturluson 1976).