Gripla - 01.01.2003, Page 218
216
GRIPLA
handrit sögunnar yngri en frá því um 1600 (1938:27, 65). í sömu bók prentar
hann hins vegar Byskupa ættir og Isleifs þátt með léttsamræmdri stafsetningu
(IV:2), enda eru þessir textar prentaðir eftir miðaldahandritum: AM 162 M fol
frá um 1400 og Flateyjarbók (GKS 1005 fol) frá um 1387-1394 (1938:3, 6,
15, 20). Ólafur Halldórsson gaf út Mattheus sögu postula og prentaði texta
handritanna (AM 645 4to og AM 655 XII—XIII 4to) með léttsamræmdri staf-
setningu. Jafnframt prentaði hann endurgerðan texta sögunnar með sam-
ræmdri stafsetningu og segist hafa miðað samræminguna við elstu málein-
kenni handritanna (1994:xi). Þar sem elsta handritið er frá 12. öld verður
stafsetningin enn ellilegri en í Islenzkum fornritum. Sérstæðust er þó
samræmingin á Fyrstu málfræðiritgerðinni sem Vemer Dahlerup og Finnur
Jónsson (1886) gáfu út, en þeir samræmdu stafsetninguna eins og fyrsti mál-
fræðingurinn vildi stafsetja íslensku. Þeir urðu að vísu að gefast upp við að
greina á milli nefkveðinna og munnkveðinna sérhljóða, en prentuðu hástefl-
inga og þau bönd sem fyrsti málfræðingurinn vildi nota, þ.e. titul fyrir m og
samstöfunina er (1886: xi-xvi).
Reyndar er það svo að íslenska (eða norræna) er eina tungumálið fyrir utan
latínu sem á sér samræmda stafsetningu foma (a.m.k. af þeim tungumálum
sem nota latneskt letur) (sbr. Rigg 1977a: 117—118) og hún er yfirleitt ekki not-
uð í fræðilegum útgáfum.23
Margar útgáfur eru með nútímastafsetningu (V:3), þar á meðal flestar
almenningsútgáfur. Nýlegt dæmi er útgáfa á Islendinga sögum (Islendinga
sögur og þættir). Um þessa gerð af útgáfum segir Jón Helgason (1958:23-24):
Síðan fomsögur voru fyrst skrifaðar upp á Islandi hefur verið hafður á
þeim sá ritháttur sem skrifurum sjálfum og lesendum þeirra var tam-
astur. Fjórtándu aldar menn skrifuðu eins og þeim var lagið, fimm-
tándu aldar menn sömuleiðis, og svo koll af kolli. ... Enginn þekkti
það sem nú er kallað „samræmd stafsetning fom“, enda var þess engin
von, því að hún var ekki búin til fyrr en á 19du öld og allsendis ókunn
fornmönnum sjálfum. Þeir sem nú láta prenta íslenzkar fomsögur með
rithætti vorra daga, breyta í fullu samræmi við þá venju sem tíðkazt
hefur á íslandi frá alda öðli.
23 Þótt inngangar útgefenda í tslenzkum fornrítum séu oft mjög fræðilegir og að baki þeim liggi
miklar rannsóknir þá er ritröðin ekki ætluð fræðimönnum eingöngu heldur einnig almenningi
(sjá Sigurður Nordal 1933:c).