Gripla - 01.01.2003, Side 219
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
217
4.6.2 Samræming, stöðlun ogfyrning
George Rigg (1977a: 117—118) hafnar því að tala um samræmingu stafsetn-
ingar miðaldaskrifara, sem skrifuðu á latínu, þar sem hún sé oft færð í búning
klassískrar latínu, þ.e. hann vill ekki tala um „normalize" heldur „classicize“.
Hann tekur nokkur dæmi, þar á meðal þegar prentað er ae fyrir e og ti fyrir ci.
Hann segir að það séu mörg rök gegn fymingu stafsetningarinnar, t.d. þau að
ef stafsetningu skrifarans er haldið sé hægt að rannsaka málfar hans og að
fyming valdi því að stúdentar og aðrir eigi erfitt með að lesa miðaldahandrit
þegar þeir þurfi á því að halda. Þá geti fymingin einnig valdið því að fólk fái
á tilfinninguna að miðaldaskrifarar hafi ekki kunnað að stafsetja.
I raun og veru er útgáfa með stafsetningu sem hefur verið samræmd til
málstigs skrifarans eina útgáfan sem er með samræmdri stafsetningu í hefð-
bundnum skilningi þess hugtaks, því að útgáfur með samræmdri stafsetningu
fomri eru í reynd með stafsetningu sem hefur verið fymd eða „classicized“ í
skilningi Riggs (1977a:117, sbr. Stefán Karlsson 1988:126), nema í þeim til-
vikum þar sem málstig skrifarans samsvarar samræmdri stafsetningu fomri.
Samræmd stafsetning fom er jafnframt stöðlun sem tekur mið af uppruna, t.d.
þegar prentaður er tvöfaldur samhljóði á undan samhljóði (sem dæmi má
nefna ‘nn’ á undan ‘d’, t.d. kenndi (þt. af kenna)). Þar að auki er samræmd
stafsetning forn ekki sjálfri sér samkvæm, því að það er oftast gerður
greinarmunur á q og 0 en hljóðönin /g/ og /0/ féllu saman um 1200 eða
snemma á 13. öld, hins vegar er nær alltaf prentað á,ó,úá undan / +/, g, k, p,
m,s í stað a, o, u (t.d. háls en ekki hals) en þessi hljóðbreyting varð á 13. öld
og er því ekki eldri en t.d. samfall /0/ og /q/.24 Samræming til nútíma-
stafsetningar er hins vegar ekki aðeins ynging — þ.e.a.s. ef handritið sem
prentað er eftir er meira en 3^100 ára gamalt — heldur einnig stöðlun, vegna
þess að stafsetning nútímamáls samsvarar ekki framburði í öllum greinum, t.d.
eru ‘y’, ‘ý’ og ‘ey’ notuð í nútímastafsetningu þótt þau eigi sér enga sam-
svörun í framburði og hið sama má segja um ‘nn’ í áherslulítilli stöðu og
tvöfaldan samhljóða á undan samhljóði.
4.6.3 Not
Konráð Gíslason segir að það þurfi að gefa út tvenns konar útgáfur, annars
vegar táknréttar og hins vegar (1846:ii):
24 Undantekningar eru útgáfa Ólafs Halldórssonar (1994) á Mattheus sögu postula og Jakobs
Benediktssonar (1968) á íslendingabók sem báðar eru samræmdar til eldra málstigs en venja
er, t.d. í Islenzkum fornritum.