Gripla - 01.01.2003, Page 221
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
219
phers Sanders (2001 ).25 Gerðir Gísla sögu eru prentaðar hvor á eftir annarri en
ekki báðar í sömu opnu eða á sömu blaðsíðu, svo að útgáfa Konráðs á sögunni
er ekki „synoptisk“ skv. eiginlegri merkingu þess orðs, þótt hún sé kölluð
fjöltexta hér. Helle Degnbol (1985:245-246) telur að útgáfa Janssons sé
fyrirmyndarútgáfa frá sjónarhomi orðabókarmanns, vegna þess að hún er
fjöltexta og textinn er gefínn út stafrétt (111:2).
Odd Einar Haugen (1995:86, 90) nefnir m.a. Eirspennil (AM 47 fol) í
útgáfu Finns Jónssonar (1916) og Sverris sögu (AM 327 4to) í útgáfu Gustavs
Indrebps (1920) sem dæmi um eintexta útgáfur og Partalópa sögu sem Lise
Præstgaard Andersen (1983) gaf út og Böglunga sögur í útgáfu Hallvards
Magerpys (1988) sem dæmi um fjöltexta útgáfur.
5.1.2 Gagnrýni og not
I grein um handrit og útgáfur segir Finnur Jónsson (1931:13-14) að útgáfur
„besta" handrits með orðamun úr öðmm handritum séu ómissandi. Síðan segir
hann: „Er þá til þess ætlast, að textinn verði gerður sem upphaflegastur og
villur í aðalhandritinu leiðrjettar eftir hinum.“ Orð Finns em ekki fyllilega
skýr, en einfaldast virðist að skilja þau sem svo að hann vilji samrunaútgáfur.
Þessi einfaldi skilningur er þó tæplega réttur, því að ummæli hans má einnig
skilja á þann veg að hann telji eintexta útgáfur æskilegastar, og fær sá
skilningur stuðning af því sem hann segir í ævisögu sinni (1936:171-172):
Við útgáfur af sögum hef jeg fylgt þeirri reglu að fylgja sem næst einu
og þá því elsta og besta, en aðeins leiðrjetta það eftir öðmm handritum,
þar sem þau voru til; en að blanda saman textunum og búa til úr þeim
aðaltexta, hef jeg álitið alveg rángt. ... Það verður alvarlega að vara við
því að blanda handritunum saman, sem nothæf eru, en sjálfsagt, að
setja orðamun sem fyllstan.26
25 Útgáfa Aðalheiðar Guðmundsdóttur (2001) á Úlfhams sögu fellur að líkindum ekki í flokk
með fjöltexta útgáfum þar sem hún gefur út þrjár gerðir sömu sögunnar (auk rímna), en
þessar þrjár gerðir eru hver um sig samin eftir Vargstökum (og munnmælum) og þar af
leiðandi sjálfstæð sköpun hver um sig; hver texti er því gefinn út eintexta (og einn þeirra með
lesbrigðum), þótt þeir séu prentaðir „synoptiskt", þ.e. textamir eru prentaðir á þremur
hæðum.
26 Finnur segir að Konráð Gíslason hafi blandað saman textum í útgáfu sinni á Njáls sögu (ís-
lendínga sögur III) og segir síðan (1936:171-172); „Hann tók þessa setníngu úr einu handriti
og aðra úr hinu, og þóttist þar með geta fengið frumtextann. En þetta er hinn mesti mis-
skilníngur; með hans aðferð kom fram texti, sem aldrei hefur til verið; það er nýtt blendíngs-
handrit, sem hann þannig fjekk til vegar komið. Þegar jeg gaf út Njálu í Altnord. Saga-