Gripla - 01.01.2003, Síða 222
220
GRIPLA
Jón Helgason (1950:261-262) segir að það starf, sem eigi heima í hand-
ritasafninu og verði hvergi unnið nema þar, sé
að bera saman handritin, að skrásetja það sem á milli ber, að ákveða
afstöðu þeirra hvers til annars og safna saman í útgáfu á þessum grund-
velli, á eins stuttorðan og greinagóðan hátt og hægt er, öllu því sem
rannsókn á handritunum getur leitt í ljós um elztu mynd ritsins og sögu
þess. Þegar traustur grundvöllur er fenginn í slíkri útgáfu geta aðrir
fræðimenn tekið við og varpað ljósi á ýmsa fleti ritsins, stfl þess,
uppistöður, bókmenntalega afstöðu o. s. frv. Þessi starfsemi kemur ekki
handritasafninu við, heldur má leysa hana af hendi hvar sem er, þar
sem til er nauðsynlegur bókakostur.27
Stefán Karlsson (1979) telur að kröfur útgefenda til útgáfna sinna á
norrænum textum hafi aukist á 20. öld. Hann segir þessar kröfur hafi fyrst og
fremst verið settar fram af Jóni Helgasyni og fræðimönnum sem lærðu hjá
honum útgáfustörf beint eða óbeint (sjá einnig Ólafur Halldórsson 1988).
Hann segir að helstu kröfumar hafi verið:
Gennemgang af det fuldstændige hándskriftmateriale, en kort be-
skrivelse af hvert enkelt hándskrift med placering i tid og eventuelt i
sted, en redegprelse for hándskriftemes indbyrdes forhold, valg af og
bogstavret aftrykning af én eller flere hovedtekster, aftrykning af
samtlige varianter fra de hándskrifter som skpnnes at have tekstkritisk
værdi og endelig registre af forskellige slags — ikke bare navne-
register til teksten, men ogsá hándskrift- og navneregister til indled-
ningen.
Jprgen Raasted (1968) gagnrýndi þetta viðhorf sem kemur fram hjá Jóni
(og Stefán lýsir) harkalega og reyndar útgáfuhefðina innan norrænnar fíló-
lógíu í heild sinni. Raasted, sem er klassískur fflólóg, var sérstaklega ómyrkur
í máli um „historiske“ útgáfur eins og hann kallar útgáfur „inden for den nor-
diske filologi“ til aðgreiningar frá „filologiske" útgáfum sem klassískir ffló-
bibliothek fylgdi jeg einu og því besta handriti, sem til er.“ Það handrit er Reykjabók (AM
468 4to) en Einar Ól. Sveinsson segir hins vegar að Finnur hafi breytt „mjög oft eftir öðrum
handritum" íþessari útgáfu (1954:clix).
27 Á tímum ljósmynda (á pappír eða í tölvu) og ljósprentunar hefur vægi handritasafnsins
minnkað, þótt útgefendum sé nauðsyn á að líta á handritin sjálf áður en gengið er frá texta til
prentunar