Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 223
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
221
lógar gefa út (1968:6). Síðan segir hann um útgáfur á bókmenntatextum innan
norrænu hefðarinnar (1968:7):
Málsætningen for den udgivelsestradition, der praktiseres af fx.
nordiske filologer, er objektivitet og videnskabelighed. Ikke noget med
usikre rekonstruktioner og subjektive rettelser for at skabe en læselig
text — eller ialtfald sá fá indgreb i texten som muligt. For mig at se
fprer denne principielle indstilling til at man falder i een grpft for at
undgá at falde i en anden. Og jeg har en meget stærk fomemmelse af,
at den nordiske filologis grpft er den dybeste! Man má jo ikke
glemme, at den bedste kender af en textoverlevering som regel er den
udgiver, som gennem et árelangt arbejde har fordybet sig i de for-
skellige textvidners karakter. Nár nu denne udgiver, for at undgá
subjektivitet, lader eet hovedhándskrift bestemme textudgavens form
og anbringer rámaterialet til den kritiske behandling af textover-
leveringen i apparatet — da springer han i virkeligheden over, hvor
gærdet er lavest og giver sorteper videre til forskere, som principielt
ikke er nær sá godt rustet til at gennemskue overleveringens virvar sá
godt som han selv. Udgaver af den slags kaldes, traditionelt, en kritisk
udgave, máske endda den definitive udgave. For mig at se er der mest
af alt tale om en materialesamling, af forelpbig karakter — forsávidt
som dens data má udmpntes i en rigtig udgave sidenhen.
Þessi óblíða gagnrýni virðist þó hafa haft lítil áhrif á störf norrænna texta-
fræðinga.
Ljóst er að fjöltexta útgáfur em nauðsynlegar í þeim tilvikum þegar um er
að ræða texta sem skiptist í tvær eða fleiri gerðir (sbr. Hudson 1977:39).
Evelyn Scherabon Firchow og Kaaren Grimstad (1989) gáfu Elucidarius út
fjöltexta, eftir öllum handritunum átta, án þess að þörf væri á því, séð frá
sjónarhomi hefðbundinnar textafræði.28 Gerðir textans eru færri, markmiðið
með útgáfunni er því fyrst og fremst málsögulegt. Enn fremur má segja að
Elucidarius-útgáfan sé í eðli sínu „nýfflólógísk“, þ.e. öllum handritunum er
gert jafnhátt undir höfði og hvert þeirra talið vitnisburður um ritun á tilteknum
tíma, auk þess sem slíkar útgáfur em efniviður til að kanna viðtökur textanna
28
Kirsten Wolf hefur gagnrýnt þessa útgáfu (1991, 1993:341 o.áfr.) fyrir það að texti allra hand-
ritanna skuli vera prentaður í stað þess að prenta texta færri handrita og hafa lesbrigði úr hin-
um.