Gripla - 01.01.2003, Page 225
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
223
5.2.2 Not
Anne Hudson finnur það að samrunaútgáfu að hún upphefji textarýni og texta-
fræði og að hana geti þeir einir notað sem hafa einungis áhuga á innihaldi text-
ans, því að „any study of the text’s linguistic history, of any traces of change
in translational method, or of scribal interest in its matter, is quite impossible“
(1977:38, 41, sbr. Jprgensen 2002:7—8).32
Stefán Karlsson (1979) sagði í fyrirlestri að hann væri fullur efasemda í
garð samrunaútgáfna, sérstaklega efaðist hann um að hægt væri að endurgera
og gefa út upprunalegan texta. Hann væri hins vegar smám saman að komast
á þá skoðun að gefa ætti suma texta út í samrunaútgáfum þar sem texti stofn-
rits væri endurgerður (sbr. Haugen 1995:95). í þessu sambandi benti Stefán á
tilraun Einars Ól. Sveinssonar (1952:151-152), sem reyndi að endurgera
stofnrit eins kapítula Njáls sögu. Aðalástæða þessarar skoðunar Stefáns er
fyrst og fremst sú að honum fannst fræðimenn ekki nota útgáfur rétt, þeir
notuðu ekki lesbrigðaskrár (sbr. Ólafur Halldórsson 1988:22) og einblíndu um
of á aðaltextann sem er oftast prentaður eftir því handriti sem stendur stofnriti
næst í heildina séð að mati útgefandans. En þótt ekki væru gefnar út sam-
runaútgáfur ættu útgefendur að minnsta kosti að gera sitt besta til að auðvelda
lesendum að nota útgáfur, t.d. í lesbrigðaskrám eða með því að hafa úrval af
lesháttum í inngangi útgáfna.33
Jon Gunnar Jprgensen leggur áherslu á að texti samrunaútgáfna sé gervi-
texti vegna þess að hann er endurgerður (2002:7); áhugi útgefanda beinist að
glötuðu frumriti (eða stofnriti) en ekki varðveittum textum og að útgáfumar
sýni ekki það samhengi sem textinn hafí varðveist í (2002:8-12).
Deilur um aðferðir við útgáfur fomfranskra texta blossuðu upp á fyrri
hluta 20. aldar þegar Joseph Bédier og Henri Quentin gagnrýndu aðferðir
Karls Lachmanns. Alfred Foulet og Mary Blakely Speer segja að í grund-
vallaratriðum hafi þessar deilur snúist um hlutverk útgefandans, þ.e. hvort
hann ætti að reyna að endurgera upphaflegan texta höfundar, eða „honor the
en það kosti mikla vinnu (1995:91). Hér er átt við útgáfur þar sem stafsetning aðalhandrits
hefur ekki verið samræmd.
32 Kjartan G. Ottósson (1988:145-146) og Jon Gunnar Jergensen (2002:8-9) nefna báðir dæmi
um gildrur sem málfræðingar geta fallið í ef þeir nota útgáfur þar sem stafsetning hefur verið
samræmd, nota málfræðibækur með samræmdum ritmyndum úr eldra máli eða nota
almenningsútgáfur þar sem ekki koma fram vamaðarorð úr útgáfunum sem þær byggja á.
33 Benda má á að Jonna Louis-Jensen samdi leiðbeiningar um notkun útgáfu á Partalópa sögu
sem Lise Præstgaard Andersen (1983:vii, ci-ciii) gaf út.