Gripla - 01.01.2003, Page 229
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
227
The chasm separating the linguist or the palaeographer, for instance,
from the literary historian cannot be bridged by a single edition—and
this is a reality that must be faced. And so we should accord each
approach its validity and not seek to weld them together.
Hugsanlega væri hægt að koma enn frekar til móts við lesendur með því
að gefa út texta með léttsamræmdri stafsetningu, þ.e.a.s. útgáfu þar sem há-
stafir í sémöfnum hafa verið samræmdir og sett inn greinarmerki (innan
oddklofa) þar sem við á, en upplausn banda sýnd (IV: 1). Enn fremur er sjálf-
sagt að koma til móts við notendur með því að hafa skýringar sem fyllstar,
góðar skrár o.s.frv. (sbr. Stefán Karlsson 1979, Vésteinn Ólason 1988:99 og
Sprensen 1989:235). Hvað sem því líður verður notandinn sífellt að vera
meðvitaður um takmarkanir þeirrar útgáfu sem hann notar, allar breytingar
sem útgefandi gerir á stafsetningu og texta verða að vera ljósar og notandinn
verður að kynna sér greinargerð útgefandans fyrir aðferðum sínum áður en
hann notar útgáfuna (sbr. Jprgensen 2002:2-3).
Það er einnig æskilegt að sami maður gefi sama texta út sem oftast og fyrir
sem flesta notendur (sbr. Vésteinn Ólason 1988:98-99). Ólafur Halldórsson
hefur t.d. gefið Færeyinga sögu út þrisvar, þ.e. fyrir almenning (1967), fyrir
skólafólk (1978) og fyrir fræðimenn (1987). Jónas Kristjánsson (1952, 1966
og 1956) hefur einnig gert þetta, þ.e. gefið Valla-Ljóts sögu og Svarfdæla sögu
út fræðilega og í Islenzkum fornritum.
6.2 Rafrænar útgáfur
Hér að framan hefur fyrst og fremst verið rætt um prentaðar útgáfur en hins
vegar hefur tölvutæknin breytt miklu um útgáfustarf. Nú hefur t.d. opnast sá
möguleiki að gefa út texta á Intemetinu eða á geisladiski þar sem textinn
birtist með þeirri stafsetningu sem notandinn óskar. Með því að slá textann inn
í ákveðnu forriti sem skilur XML-tölvumálið er hægt að fá fram með einni
skipun táknréttan texta, staftáknréttan, stafréttan og með samræmdri stafsetn-
ingu með eða án þess að upplausn banda sé sýnd. Þetta er gert með því að
kóða eða „tagga" bönd, límingsstafi og önnur sértákn í handritunum. Svo les
forritið úr kóðunum og birtir á þann hátt sem notandinn vill. Nokkrar stofnanir
á Norðurlöndum hafa stofnað textabanka sem kallast Menota (Medieval
Nordic Text Archive)40 og það er markmið aðstandenda hans að allir fræði-
40 Forveri Menota var starfshópur sem kallaði sig Netværk til elektronisk behandling af nor-
diske middelalderhándskrifter. Á íslensku er Menota kallað Safn norrænna miðaldatexta.