Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 241
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
SÖGNIN MOGA í RÚNARISTU FRÁ BJÖRGVIN
Þegar hluti gömlu bryggjunnar í Björgvin brann til kaldra kola í júlí 1955
hurfu svo að segja á einu andartaki í reyk og ösku sýnilegar minjar sem hönd
og hugur liðinni kynslóða hafði skilið þar eftir sig. Þeir sem höfðu reynt að
rekja þar spor horfins mannlífs gengu nú í ösku og usla, en sem betur fór
grunaði suma að undir fölskvanum leyndust aðrir slóðar sem reynandi væri að
rekja. Fomleifafræðingar gripu tækifærið og grófu upp svæðið undir bruna-
rústunum og fundu þar meðal annars rúnaristur af ýmsu tagi, ristar á trékefli,
spjöld og bein, og höfðu um fjögur hundruð ristur fundist árið 1964. Aslak
Liestpl, fomleifafræðingur, hafði veg og vanda af að lesa úr þessum rúna-
ristum og birti í ritgerð árið 1964, ‘Runer frá Bryggen’, talsverðan hluta af
því sem þá hafði tekist að lesa (sjá einnig Liestpl 1965).
Margar af þessum rúnaristum bregða upp svipmyndum úr daglegu lífi
fólks sem var í Björgvin á tólftu öld og fram á þá fjórtándu, og oft kasta þær
ljósi á það sem ekki eða óljóst var áður kunnugt. Eitt af því sem hefur komið
mönnum á óvart — þótt það þyrfti raunar engan að undra — er að skáld-
skapur, bæði dróttkvæður og undir eddukvæða háttum, hefur verið iðkaður í
Noregi, að minnsta kosti fram undir aldamótin 1400. Fáeinar heilar vísur hafa
fundist, en þótt nærri megi geta hversu lítið brot þær séu af því sem hefur
gengið manna á meðal í Noregi á þessum tíma, er þó mikill fengur að þeim,
einkum vegna þess að slíkur skáldskapur norskur hefur nær enginn varðveist
í handritum.
Rúnaristumar frá Björgvin eiga vafalaust eftir að halda vöku fyrir rúna-
fræðingum og málfræðingum áratugi og aldir og heilasellum þeirra í hollri
þjálfun. Ég nefni hér aðeins sem dæmi bréf, rist um aldamótin 1200. Upphaf
þess réð Aslak Liestpl í fyrstu þannig: ‘Þess vil ek biðja þik, at þú far ór þeima
poll, ok sníð rít ...’ o.s.frv. (Liestpl 1964:11-12). Það sem Aslak Liestpl las
‘poll, ok’ er rist með rúnum þannig: ‘pohoke’, en hann gerir þessa grein
fyrir ráðningunni, auðsýnilega ekki alveg ánægður með pollinn:
Her har eg lesi poll, ok, medan ein faktisk ogsá kan lesa poloti som
kanskje kunne tyde s 1 o t, palass.