Gripla - 01.01.2003, Page 242
240
GRIPLA
Síðar komst hann að því, að í stað poll, ok ætti að lesa flokki og þar með
varð erindi bréfsins allt augljóst, að undanskildum síðustu orðunum (1968:
21). Þannig getur skipt öllu máli að það takist að ná í heilar setningar rétt
ráðnar, vegna þess að ekki þarf nema fáein mistúlkuð orð til þess að samhengi
glatist, og vantar raunar stundum ekki nema eitt til að allt liggi ljóst fyrir.
Eins og áður segir hafa sumir rúnameistarar í Björgvin kunnað þó nokkuð
fyrir sér í skáldskap. En margar hverjar af vísum þeim sem þeir ristu með rún-
um og fundust undir brunarústunum hafa reynst torráðnar, enda þótt tekist hafi
að lesa rúnimar staf fyrir staf. A flísum sem eru eftir af löngu rúnakefli frá
síðari hluta þrettándu aldar eða frá því um aldamótin 1300, og Aslak Liestpl
segir að í það minnsta þrjú hundruð rúnir hafi verið ristar á, hefur þetta verið
lesið:
- - - asigæiþiaþri:tilfiors:sæl.ekþaþottomk.eruitsatomk.ihia.
okkomatokkar:m.ameþal.iuirne.undir:sakaþaatek.umokat
Upphaf þess sem verður lesið af þessari ristu hefur, mér vitanlega, ekki
verið ráðið þannig að hægt sé að segja til um hvort þar sé endir á vísu eða
setningar í lausu máli. Fyrstu tólf rúnimar gætu verið síðasta ljóðlínan í vísu
undir ljóðahætti: ‘á sig ei þjáðri’, en hvað er tilfiors? — til fjörs? Og hvað
merkir það? En síðan kemur heil vísa ort undir ljóðahætti. Fyrri helmingur
hennar er auðlesinn, ráðinn þannig af Aslak Liestpl:
Sæl(l) ek þá þóttumk
er vit sátumk í hjá,
ok komat okkar maðr á meðal.
Og um þennan vísuhelming segir hann síðan (1964:35):
Dette er ein typisk halvstrofe i ljoðahátt versemál, og det som kjem
etter kan kanskje vera neste halvstrofe, eller ein del av den. Ein kunne
lesa
Yfir né undir sakaðatk
um okat--------(eller: um okkart----)
Enginn vaft er á að Aslak Liestpl hefur lesið og ráðið fyrri helming vís-
unnar rétt. Þetta er ástarvísa, eins og hver maður getur séð, og þá er þess að
vænta að síðari helmingur hennar sé of hið sama far. Með það í huga legg ég
til að lesa hann þannig: