Gripla - 01.01.2003, Side 243
SÖGNIN MOGA í RÚNARISTU FRÁ BJÖRGVIN
241
Yfir né undir
— sák á þá —
áttak úmogat
Hér er fjórða og sjötta lína vísunnar lesin eins og hún er rist á rúnakeflinu,
að því undanskildu að stafsetning er samræmd. Lykillinn að þessari ráðningu
er sögnin moga', sem mikið fer fyrir í Grettisfærslu, þar sem merking hennar
er augljós. Grettisfærsla er íslensk þula, en rúnavísan frá Björgvin er órækur
vitnisburður um að Norðmenn hafa einnig tekið sér þessa sögn í munn, og í
færeysku er hún bráðlifandi, en með lengingu (gemination) á g: mogga (sjá
Asgeir Blöndal Magnússon 1989:630).
Fjórða og sjötta ljóðlína vísunnar er heil setning: ‘Yfir né undir áttak úmo-
gat.’ Ef einhverjir eru sem ekki koma í fljótu bragði auga á hvað hér er haft á
orði skal þeim bent á þessa klausu í Bósa sögu: „Þau skemta sér nú sem þeim
líkar, ok var bóndadóttir ýmist ofan á eða undir ..." (Bósa Saga:41.11-12).
Fimmta ljóðlínan, ‘sák á þá’, sem hér er lesin úr rúnunum eins og beinast
liggur við og ég kem ekki auga á að öðruvísi verði ráðnar, er innskot og
óljósrar merkingar. I fjórðu línu eru tveir stuðlar: Ffir.. /mdir, og þá verður að
gera ráð fyrir að í fimmtu línu sé langt sérhljóð, hæft til að bera höfuðstaf. f
þeirri línu eru þrjár a-rúnir einu táknin fyrir sérhljóð, og kemur engin þeirra til
greina sem höfuðstafur önnur en a-rúnin í miðið; þar af leiðandi hlýtur hún að
standa fyrir á. Líklegast þykir mér að merking línunnar sé: ég sá til þess, eða
þá lagði ég mig fram. Að vísu finn ég ekki dæmi í orðabókum um orðafarið að
sjá á nákvæmlega í þessari merkingu, en í fomu máli kemur það fyrir í merk-
ingunni að athuga og aðstoða, til dæmis að sjá á með e-m, sem nú er kallað að
sjá til með e-m.
Fyrsta orð vísunnar má lesa hvort sem er Sæl eða Sæll. Þar af leiðir að
ekki er ljóst hvort þessi vísa er lögð í munn karli eða konu, en það skiptir litlu
máli. Allir þeir sem lesa hana með innlifun heiðríks hugar og reyna að setja sig
í spor elskendanna, sem eru svo ljóslifandi í mynd hennar, munu sjá að þetta
er gullfalleg ástarvísa, en auk þess er fengur að henni fyrir það, að hún er ein
af þeim fáu leifum sem hafa varðveist af norrænum mansöng. Siðapostular
bönnuðu mansöng, og körlum sem létu sér annt um siðferði eiginkvenna og
dætra, hvað sem þeim sjálfum leið, var ekki verra gert en að mansöngur væri
ortur um konur í þeirra umsjá. Rúnakeflið með ástarvísunni sem hér hefur ver-
Ég leyfi mér að gera ráð fyrir að ‘k’ í umritun ristunnar hafi verið stungin kaun.