Gripla - 01.01.2003, Síða 260
II
RÆÐA GUÐRUNAR NORDAL
1.
Hvernig urðu íslendingasögumar til? Þetta er hin erfiða, óleysanlega og heill-
andi rannsóknarspurning sem Gísli Sigurðsson glímir við í doktorsritgerð
sinni. Hún sýnir svo ekki verður um villst, að hann hikar ekki við að ráðast á
garðinn þar sem hann er hæstur í fræðunum. Af þeim sökum er ritgerðin eink-
ar kærkomin og gefur okkur tilefni til að ræða grundvallaratriði sem varða
heimildagildi, uppruna og eðli Islendingasagna.
Fræðimenn hafa lengi deilt um uppruna íslendingasagna. Flestir eru sam-
mála um að munnleg hefð hafi verið sterk í landinu á ritunartíma sagnanna, en
vandinn hefur falist í því hvemig ber að meðhöndla hana þegar raddir fortíð-
arinnar hafa þagnað og ritin standa ein eftir. A síðari hluta 20. aldar varð bylt-
ing í rannsóknum á munnlegum samfélögum, eins og Gísli rekur í doktors-
ritgerðinni, og hefur sú bylting átt vandratað inn í almenna umfjöllun og yfir-
litsrit um Islendingasögur. Rannsóknir ýmissa fræðimanna, t.a.m. Theodore
Anderssons, Lars Lönnroths, Oskars Halldórssonar og Carol Clover, hafa þó á
síðustu fjömtíu ámm breytt hugmyndum okkar um samsetningu og frá-
sagnaraðferð sagnanna í ljósi munnlegrar hefðar, og þau, eins og margir aðrir
fræðimenn, tekið mið af nýjum rannsóknum á munnlegum samfélögum. Gísli
Sigurðsson hefur verið kunnur af skrifum sínum um þetta efni síðasta áratug-
inn eða svo, og því er það fagnaðarefni að hann hafi dregið niðurstöður sínar
saman í eina heilsteypta rannsókn. Fyrir andmælanda er verkefnið sérstaklega
skemmtilegt, því við getum deilt endalaust um viðfangsefnið, þar sem óyggj-
andi niðurstaða fæst líklega aldrei.
Gísli tekur óvænta og spennandi stefnu í athugunum sínum. Sjónarhom
hans á sögumar er ættað úr vettvangsrannsóknum á munnlegum samfélögum,
úr ranni þjóðfræða og mannfræða, og er nýstárlegt í rannsóknum á íslenskum
fomsögum. Hann einblínir á efnivið sagnanna, atburði og persónur, fremur en
listræna samsetningu. Ein mikilvægasta ábending Gísla er að ‘uppruna-
vandinn’ (46)1 ■— þ.e. hvemig sögumar urðu til — skipti máli fyrir list sagn-
anna, því að munnlega hefðin hafi mótað efnistök höfundanna; en Gísli gerir
Vísað er til blaðsíðutals innan sviga á eftir tilvísunum í doktorsritgerðina.