Gripla - 01.01.2003, Side 261
ANDMÆLARÆÐUR
259
ráð fyrir listrænum höfundi sem setti sögumar saman. Sögumar hafi verið
samdar á meðan hefðin var lifandi, þegar menn þekktu frásagnir af persónum
og atburðum, og þess vegna lifðu persónur ekki aðeins í einni tiltekinni sögu,
heldur skrrskotaði sagan til allrar hefðarinnar. Þessi aðferðarfræði er víða mjög
sannfærandi í ritgerðinni, þó að deila megi um ýmsar útfærslur á henni. Hins
vegar er athugun Gísla ekki fagurfræðileg, hún glímir ekki við frásagnarað-
ferðina sjálfa, heldur verðum við margs vísari um gagnagrunninn sem sög-
umar hvfla á.
Sá hluti bókarinnar sem ég tek fyrst til umfjöllunar fjallar reyndar ekki um
Islendingasögur, heldur geymir hann tilraun til að rannsaka hefðina sjálfa, og
að hve miklu leyti munnleg þekking var mikilvæg í menningu og stjómsýslu
á íslandi á 12. og 13. öld. Síðan ræði ég stuttlega fjórða og síðasta hluta
bókarinnar þar sem til umræðu em þrjár íslendingasögur, Finnboga saga,
Vatnsdæla, og Hænsna-Þóris saga, og vík loks að meginniðurstöðu verksins.
Allra fyrst ber mér þó að axla hvimleiðustu skyldu andmælandans og fjalla
nokkuð um frágang, heimildanotkun, textafræðileg atriði og vinnubrögð. Og
mun ég verða stuttorð.
2.
Doktorsritgerðin er vönduð og frágangur víðast með miklum ágætum. Sjaldan
er hægt að komast hjá einhverjum villum í bókaútgáfu, og læt ég Gísla fá lista
yfír þá hnökra sem ég fann í bókinni, sérstaklega í frágangi Heimildaskrár. I
Heimildaskrá gætir ósamræmis hvemig vitnað er til sömu bóka eða tímarita á
fleiri en einum stað, og hvemig gengið er frá færslum. Sem dæmi má taka að
tímaritið Arkiv för nordisk fdologi birtist með a.m.k. þrenns konar hætti í
Heimildaskránni, skrifað fullum fetum, stytt sem Arkiv, eða með hinni al-
kunnu styttingu ANF.2 Hér hefði vitaskuld þurft að samræma. Lista yfir stytt-
ingar vantar í bókina, sem er bagalegt, þar sem Gísli notar þær víða.3 Það er
sjálfsögð regla að taka þær saman, lesanda til hægðarauka. Einnig vantar
nafnaskrá, sem mér sýnist brjóta í bága við útgáfuhefð Amastofnunar. Auk
þess hefði verið hægðarauki af skrá yfir allar þær fjölmörgu töflur og
2 Vísar ýmist til ANF (Andersson 1966, Harris 1976), Arkiv (Heller 1963) og Arkiv fbr nordisk
filologi (Clover 1986).
3 Til dæmis í listunum yftr kvæðadæmi Ólafs í Þriðju málfræðiritgerðinni (110-13), þar sem er
vitnað orðalaust í náungann FJ (sem er svo ekki skýrt fyrr en á bls. 115).