Gripla - 01.01.2003, Page 263
ANDMÆLARÆÐUR
261
um þetta vandamál varðar grundvöll ritgerðarinnar, og hefði mátt vera ítarlegri
og hnitmiðaðri.
3.
Eg mun nýta mestan hluta tíma míns til að fjalla um annan hluta bókarinnar
sem kallast Munnleg hefð á 12. og 13. öld, og skiptist hann í tvo meginkafla,
auk niðurstöðukafla: Bók í stað lögsögumanns. Valdabarátta kirkju og ver-
aldlegra höfðingja?og Olafur Þórðarson og munnleg k\’æðahefð á Vesturlandi
um miðja 13. öld. Vitnisburður kvæðadæmanna í Þriðju málfræðiritgerðinni.
í þessum hluta bókarinnar beitir Gísli svokallaðri samanburðaraðferð, sem
felst í því að nýta aðferðir vettvangsrannsókna á munnlegum samfélögum til
að bregða ljósi á íslenskt miðaldasamfélag. Hann vinnur hér sem mann-
fræðingur á akri miðaldafræðanna og uppsker stundum ríkulega. Athuganir
Gísla eru jafnan mjög ítarlegar og nákvæmar, hann leggur fram öll gögn
málsins á skýran og gagnsæjan hátt, og gefur þess vegna lesandanum tækifæri
til þess að fara aðrar túlkunarleiðir en hann velur sjálfur. Þetta er mikill kostur
á fræðiriti. Hann skoðar sönnunargögnin út frá þekkingu á eðli munnlegra
samfélaga, en ég mun velta upp þeim möguleika hvort hann sé stundum að
sniðganga hið ritaða sjónarhom, jafnvel þegar það liggur í augum uppi. Það
eru í það minnsta tvær hliðar á þessu máli eins og á öðrum, vandinn er að
leyfa báðum að njóta sín.
Lögsögumannsembættið var eftirsóknarvert í samfélagi 11. og 12. aldar,
og aðferð Gísla felst í að athuga ummæli um lögsögumennina í síðari ritum,
hvemig þeir vom kynntir og ættfærðir, til þess að komast nær valdabaráttu
lærðra og leikra, þegar hin nýja rittækni var að ryðja sér til rúms. Staða
lögsögumannsins hafði grundvallast á munnlegri þekkingu hans á lögunum,
en vandinn felst í að ákvarða hvenær fótunum var kippt undan honum með
tilkomu hins ritaða lagatexta. Margar áhugaverðar spumingar vakna við lestur
þessa kafla, en ég mun einskorða mig einkum við eftirtalin atriði:
eðli ritmenningarinnar á 12. öld;
heimildargildi ættartalna;
túlkun á bakgmnni einstakra lögsögumanna.
í inngangi kaflans kemur Gísli með þá þörfu áminningu að rittækninni hafi
ekki endilega verið tekið opnum örmum af þeim sem réðu yfir hinni munn-