Gripla - 01.01.2003, Page 264
262
GRIPLA
legu þekkingu — hún hafi þvert á móti ógnað stöðu þeirra. Hann beitir hér
samanburðaraðferðinni og vísar í munnleg samfélög nútímans til hliðsjónar.
Hann segir að í upphafi 12. aldar hafi einungis ‘kennimenn’ skrifað (62), og
þar með verða veraldlegir höfðingjar úti í kuldanum. En hvað leyfir okkur að
álykta svo? Heimildimar þegja vissulega um þetta atriði, en em skilin milli
veraldlegs og andlegs valds orðin skýr á 12. öld? Höfðingjar gátu hafa verið
lærðir, hvort sem í þeirri menntun fólst aðeins undirstöðufæmi í grammatica,
og þeir ekki þekktir sem prestar. Ari segir frá því í Islendingabók, sem er ein
aðalheimild Gísla í kaflanum, að höfðingjar hafi sent syni sína til mennta í
Skálholt. Annars staðar notar Gísli hið kómíska hugtak ‘bókaramennt’, um
menntun þessara manna (90); það er máske prentvilla. Læsi og skriftarkunn-
átta fór alls ekki alltaf saman á miðöldum, og menn lærðu að lesa, en ekki
skrifa. Einnig hlýtur það að vera nokkurt umhugsunarefni að lagatextar skuli
teljast jafngamlir elstu trúartextum, og að þeir elstu séu frá um 1100. Hvað
segir það okkur um ritmenningu í upphafi 12. aldar (69)? Var kirkjan hér ein
að verki? Alls ekki höfðingjamir? Af hverju var það aðeins í þágu kirkjunnar
að láta skrifa Vígslóða upp, jafnvel þó að Hafliði Másson hafi verið
tengdasonur Teits Isleifssonar, bróður Gissurar biskups? Elstu lagapóstar eru
frá 12. öld og líklegt að fleiri lagagreinar hafí verið ritaðar á fyrri hluta
aldarinnar, ef marka má orð Fyrsta málfræðingsins, eins og Peter Foote hefur
rætt um. Er ekki trúlegt að eins hafi háttað á íslandi, og í öðmm löndum
Evrópu, að lögin hafi verið með því fyrsta sem sett var á bókfell, og er þá ekki
líklegt að lögsögumennimir sem skipaðir hafi verið eftir að þetta gerðist hafi
allavega kunnað að lesa. Þ.e. þeir sem skipuðu embættið á 12. öld. Ekki aðeins
tveir þeirra, heldur allir sex? Sú samanburðaraðferð hefði leitt til annarrar
tilgátu, en þeirrar sem hér er sett fram.
Ari Þorgilsson gerir nákvæma grein fyrir lögsögumönnum fram á sinn dag
í íslendingabók, allt til 1122, og nefnir ýmist aðeins nöfnin tóm eða getur
ættar þeirra eða verka. Þessar lýsingar notar Gísli, en að auki ættartölur og
frásagnir af lögsögumönnum í Islendingasögum og öðrum heimildum til að
grafast fyrir um þjóðfélagsstöðu þeirra og tök á rittækninni. Gísli vitnar hvergi
í Lögsögumannatalið í Uppsalaeddu, sem er mikilvæg heimild, jafnvel þó að
hún bæti ekki við öðrum upplýsingum en þeim að þeir sem rituðu handritið,
líklega Sturlungar, héldu upplýsingum um þessa fomu stétt til haga á síðari
hluta 13. aldar. Gísli gengur út frá því sem vísu að þeir lögsögumenn sem Ari
geri meira en að nefna „hafi staðið kirkjunni nær en hinir“ (74). Varla er hægt
að staðhæfa að hér ráði aðeins áhugi Ara á prestum eða kirkju — sérstaklega