Gripla - 01.01.2003, Síða 265
ANDMÆLARÆÐUR
263
þegar við vitum ekkert um hina nema nafnið. Einnig er varasamt að tengja þá
togstreitu sem hugsanlega var á milli lærðra og leikra á 12. öldinni, beint við
þjóðfélagsástand á þeirri þrettándu, og segja sem svo að þá hafí sömu „hags-
munahópar ... togast á um völdin“, þ.e. Haukdælir/kirkjan, og Sturlungar/ver-
aldlegir höfðingjar. Er þetta ekki svart/hvít lýsing á væringum Sturlungaaldar?
Ólafur Þórðarson, sem Gísli gerir að umtalsefni í næsta kafla bókarinnar, var
t.d. súbdjákn, rétt eins og Gissur Þorvaldsson. Var rittæknin mikilvægasta
breytan í þessari jöfnu?
Gísli nýtir sér ættartölur, sem eru aðallega ritaðar á 13. öld og síðar, sem
heimildir um stöðu manna í þjóðfélagi 11. og 12. aldar og er aðferðarfræði
hans mjög athyglisverð. Af mikilli eljusemi og nákvæmni hefur hann leitað
uppi alla þessa karla í heimildum og varpar því nýju ljósi á stétt lög-
sögumanna. Eins og fram kemur annars staðar í ritinu, og Óskar Halldórsson
hafði bent á í bók sinni um Hrafnkötlu, eru ættartölur óáreiðanlegasti hluti
Islendingasagnanna. Hér má ítreka það sem áður er sagt að ættartölur eru ekki
aðeins óáreiðanlegar út frá því sem við vitum um munnlega hefð, heldur er
þekkt að þær voru uppdiktaðar af óprúttnum rithöfundum á miðöldum, svo
varast ber að leggja mikinn trúnað á þær. Þær eru því umfram allt heimildir
um ritunartímann. Gísli er einnig þeirrar skoðunar og leggur vandamálið
þannig upp að ef niðjar eldri lögsögumanna eru ekki kunnir, þá sýni það,
annað tveggja, að þeir sem skrifuðu ættartölumar kærðu sig ekki endilega um
að tengjast þeim, eða að vegur ættarinnar hafi dalað vegna þess að þeir kunnu
ekki að fóta sig í hinni nýju ritmenningu. En ættartölur, t.d. ættartölukaflinn í
Sturlungu, em þó takmarkaðar heimildir (sjá t.a.m. hvernig Gísli notar þær
sem sönnunargagn, bls. 90), því að einungis valdamestu ættir landsins em þar
nefndar og menn utan þeirra hafa vissulega verið menntaðir. Það er t.d.
athyglisvert hvað við vitum lítið um suma nafngreinda rithöfunda 12. og 13.
aldar, sérstaklega þá sem voru tengdir klaustrum, t.d. Nikulás Bergsson,
Styrmi Kárason, sem var lögsögumaður í upphafi 13. aldar, Gunnlaug
Leifsson, og aðra. Þeir virðast nánast ættlausir, jafnvel þó að við efumst ekki
um að þeir hafi verið vígðir menn — og lærðir.
Það er gaman að velta upp nokkmm álitamálum í greiningu Gísla á ein-
stökum lögsögumönnum, fram til þess tíma að Gissur Hallsson, afi Gissurar
Þorvaldssonar varð lögsögumaður árið 1181, en eftir það skiptust Haukdælir
og Sturlungar (eða menn þeim þóknanlegir), á embættinu. Það má segja að
þetta hafi verið fyrsta hreinræktaða helmingaskiptastjómin á Islandi! Gísli
skiptir lögsögumönnum í þrjá flokka. í fyrsta flokki em sex lögsögumenn sem