Gripla - 01.01.2003, Qupperneq 266
264
GRIPLA
tengjast kirkjunni. Tveir voru lögsögumenn um kristnitökuna, tveir tengdust
ritun laganna, Markús Skeggjason og Bergþór Hrafnsson, og tveir voru
prestar, Finnur Hallsson og Snorri Húnbogason, sem virðast annars lítt þekkt-
ir. Skoðum aðeins Markús og Bergþór. Lítið virðist vitað um Markús Skeggja-
son (73). Hann var lögsögumaður 1084—1107 eða í 23 ár. Hann var viðriðinn
ritun tíundarlaganna, í ráðum með Gissuri biskupi Isleifssyni og Sæmundi
fróða, og loks heimildarmaður Ara um lögsögumennina (74). Hann var einn-
ig skáld, mikils metinn af þeim fræðimönnum sem rituðu um skáldskap-
arfræði á 13. öld. Þessi störf segja nokkuð um manninn. Bergþór Hrafnsson,
lögsögumaður 1117-1122, kemur við sögu ritunar Vígslóða eða Hafliðaskrár,
en sagt er að ritun laganna hafi verið gerð að ‘umráði’ hans og Hafliða Más-
sonar, höfðingja á Breiðabólsstað. Auðvitað getum við ekkert dæmt um læsi
þessara manna, þó eins líklegt sé að þeir hafi verið læsir og ólæsir, og af
hverju ættu fjórir af sex lögsögumönnum sem gegna embættinu þar til
Haukdælir og Sturlungar klófestu það, að vera ólæsir á þeim tíma sem ritun
laga var vissulega í gangi. Er það rökrétt? Myndi það ekki hafa veikt stöðu
þeirra ef þeir gætu ekki kannað sjálfir heimildir, eins og tíundarlögin, sem
voru aðeins til á bók? Voru þessi fjórir þá strengjabrúður í höndum þeirra sem
réðu yfir rittækninni? Er það kannski gamaldags hugmynd?
Finnur Hallsson í Hofteigi varð lögsögumaður í sex ár, 1139—45. Um hann
er ekkert vitað, utan framættir hans, en Gísli segir fullum fetum að hann sé
fyrsti lögsögumaðurinn úr prestastétt (84) og hann sé dæmi um ættlítinn prest
sem hafi verið valinn af því að hann kunni að lesa. Kirkjan hafi verið farin að
þrýsta á, og rittæknin hafi því skipt meira máli en ættarfylgjan. En er það rétt?
Nú vill svo til að við höfum ritheimild til að styðjast við, eins og Gísli bendir
á. í Lista yfir kynboma presta frá 1143, sem líklegt er að Ari Þorgilsson hafi
skrifað, er Finnur nefndur fyrstur presta að austan.5 Það bendir þvert á móti til
þess að Finnur hafi verið ættstór, því að þessi listi er ekkert venjulegt
prestatal, heldur listi yfir presta af heldri ættum. Nú birtast ritheimildir og þá
breytist myndin strax. Er það tilviljun, eða ekki? Og á hvom veginn ber þá að
túlka þá tilviljun? Ef þessi listi hefði tapast, hvað fyndist okkur þá um þennan
óþekkta Finn Hallsson? Hann væri þá líklega í hópi ólæsra lögsögumanna.
í öðrum flokknum eru ættstórir lögsögumenn sem tengdust kristnum land-
námsmönnum, þ.e. afkomendur Bjamar bunu. Kolbeinn Flosason var einn
5 Ólafía Einarsdóttir rekur röksemdir fyrir því að eigna Ara verkið, sjá Studier i kronologisk
metode i tidlig islandsk historieskrivning (1964), og tilvitnuð rit þar. Ellehdj er meðal þeirra
sem hafa andmælt þessari tilgátu.