Gripla - 01.01.2003, Qupperneq 267
ANDMÆLARÆÐUR
265
þessara manna. Tveir menn með þessu nafni eru þekktir í heimildunum, en lík-
legt er að hann hafi verið sonur Brennu-Flosa. Kolbeinn var lögsögumaður í
fimm ár, 1066-71, og ef hann er rétt feðraður var hann tengdafaðir Sæmundar
fróða (þess er getið í Ættartölum í Sturlungu) og því tengdur kirkju og valda-
ættum á sínum tíma (79). Það er t.a.m. hin almæltu tíðindi í Islendingasögum.6
En sögur hverfast ekki um persónu hans, og því er eðlilegt að ættir hafi ekki
verið raktar frá honum í sögunum til höfðingja á 13. öld. Tilefnin voru auð-
vitað ærin; en Oddaverjar, niðjar hans, voru komnir af konungum, og höfðu
ekki þörf á að hreykja sér af aumum lögsögumanni.
Þriðja flokkinn fylla afkomendur Gunnars spaka Þorgrímssonar. Þeir
voru lögsögumenn á 11. og 12. öld. Greining Gísla á þessum ættmönnum er
einkar sannfærandi og er glæsilegt dæmi um hvemig hann varpar hulunni af
þessum fomu lögspekingum. Ættin varð undir í valdatogstreitu 12. og 13.
aldar, þar sem hún hvarf af sviðinu, en spyrja má hvort það hafi gerst vegna
þess að þeir væru ólæsir og ófærir að fóta sig í hinum nýja ritaða heimi? Það
skiptir máli í röksemdarfærslu Gísla, að Eyjólfur Hallsson, síðasti þekkti
áhrifamaðurinn af ætt Gunnars, hafi ekki verið bóklærður maður, og jafnvel
ekki vígður sem prestur (87), þó hann virðist hafa orðið ábóti í Saurbæ. Faðir
hans, Hallur, var ábóti á Munkaþverá. Frá því er sagt í A-gerð Guðmundar
sögu að Guðmundur Arason hafi boðið Eyjólfi biskupsembætti. Er ástæða til
að efast um þessar heimildir til þess eins að sýna fram á að þessi ætt hafi ekki
haft rittæknina á valdi sínu á 12. öld, eða að þeir hafi ekki verið kirkjunni
þóknanlegir og af þeim sökum orðið undir í valdabaráttu 13. aldar? Heimild-
imar ættu að vera dæmi um skoðanir seinni tíma manna á þessum mönnum,
rétt eins og ættartölumar. Ketill Þorláksson var einn þeirra sem kominn var af
þessari ætt, og Hítdælir vom ekki áhrifalausir á 12. og 13. öld. Kenndu m.a.
höfðingjasonum og voru því liðtækir í ritmenningunni. Það er athyglisvert að
í Ættartölum Sturlungu er aðeins getið móðurættar Ketils, sem tengist einmitt
Eyjólfi og lögsögumönnunum, en ættbogi hins lærða Þorláks, föður hans, er
ekki rakinn. Mér sýnist því að myndin af niðjum Gunnars Þorgrímssonar gæti
verið eilítið flóknari en Gísli vill vera láta. Og þess má geta að frásagnir
Sturlungu — svo góðar sem þær annars em — em ekki fullnægjandi heimildir
um þá sem stóðu utan valdabaráttu höfðingjanna, en gátu unað glaðir við sitt
engu að síður. T.d. er lítið rætt um ritstörf eða rithöfunda í því góða riti.
6 Ég nota hugtakið ‘almælt’ eins og Gísli gerir í ritgerðinni: ,,[sé] heildarsaga ... hins vegar
aldrei sögð og lifi því aðeins í vitund þeirra sem tilheyri hefðinni (sé almælt, e. immanent)“
(47).