Gripla - 01.01.2003, Page 268
266
GRIPLA
Þrátt fyrir þessar smávægilegu aðfinnslur og vangaveltur, er ég sannfærð
um að lestur Gísla á þessum heimildum, og samanburðarfræðin, hafi skilað
drjúgum árangri. Þetta er einn best heppnaði hluti ritgerðarinnar, því honum
tekst að opna textann og spyrja nýrra, ágengra spuminga.
4.
Rannsókn Gísla á vísnadæmunum úr Þriðju málfræðiritgerðinni er mjög
áhugaverð, og athyglisvert að þetta er fyrsta atlagan að því að greina kvæða-
úrval Olafs Þórðarsonar, en athugunin birtist fyrst sem grein árið 1994.
Ritgerð Ólafs geymir afskaplega merkilega tilraun til að tvinna saman
evrópskan lærdóm og íslenskan kveðskap. í seinni hluta ritgerðarinnar stað-
færir Ólafur kunna skólabók miðalda, þriðju bók Ars maior eftir Donatus, og
greinir frá stflbrögðum og myndlfldngum í riti hans með vísan í kenningasmíð
íslenskra dróttkvæðaskálda í stað þess að þýða latínutilvitnanir fmmtextans.
Umtalsverður hluti textans er því kominn frá Ólafi, þ.e.a.s. íslensku kvæða-
dæmin og túlkun hans á þeim í ljósi klassískra stflbragða. Markmið Gísla er að
kanna þekkingu Ólafs á íslenskum skáldskap, athuga hvaðan dæmin koma og
hver voru uppáhaldsskáld hans. Gísli skiptir vísnadæmum Ólafs í tvo
meginflokka:
a. Kunn kvæði úr öðrum ritheimildum, þ.e. vísur sem varðveittar em
annars staðar, í sögu eða kvæði;
b. Dæmi sem ekki em kunn úr öðmm ritheimildum, en þeim má skipta
í tvo hópa, annars vegar nafnlaus dæmi, og hins vegar brot úr vísum
eftir þekkt skáld.
Fyrra flokknum skiptir Gísli í þrjá hópa eftir uppruna heimildanna:
a. ritverk sem til voru um miðja 13. öld, s.s. Snorra Edda, Heims-
kringla, Egils saga;
b. munnleg verk, sem hann setur raunar spumingarmerki við: Geisli,
Arinbjamarkviða, Grímnismál og Gátur Gestumblinda;
c. þrjár íslendingasögur, Bjamar saga Hítdælakappa, Fóstbræðra saga,
og Kormáks saga, sem líklega voru ekki til í rituðu formi um miðja
13. öld.