Gripla - 01.01.2003, Qupperneq 269
ANDMÆLARÆÐUR
267
Ýmsar spumingar vakna við lestur greiningar Gísla á uppruna þeirra
kvæðadæma sem eru þekkt í Þriðju málfræðiritgerðinni (107), og raunar mætti
stundum komast að algjörlega gagnstæðri niðurstöðu. Hann telur að fjögur
kvæði hafi verið munnleg, en setur þó spumingarmerki við þau. Af hverju er
kvæðið Geisli eftir Einar Skúlason t.a.m. munnlegt verk? Varðveisla þess
kvæðis virðist benda til þess að það gæti hafa verið ritað niður mjög snemma.
Kvæðið er pantað, ort fyrir konung, og flutt í Niðarósi 1152 eða 3. Einar
Skúlason hefur sjálfsagt kunnað það, og ekki þurft að læra það utanbókar. En
er ekki hugsanlegt að hann hefði fært konungi kvæðið með einhverjum hætti,
jafnvel ritað? Einar var jú prestur, nefndur í hinu ættstóra prestatali Ara.
Kvæðið er varðveitt í heilu lagi í tveimur stórum skinnbókum sem geyma
konungasögur, Flateyjarbók og Bergsbók. Og hvað með Arinbjamarkviðu og
Gátur Gestumblinda? Síðastnefnda kvæðið er aðeins í Noma Gests þætti í
Flateyjarbók, eins og Geisli. Eddukvæðið Grímnismál er mjög vinsælt í skáld-
skaparfræðum. Til þess er vitnað í Snorra Eddu, en einnig Litlu Skáldu.
Kvæðið er orðið bóklegt á þessum tíma, kannski meira en nokkurt annað
eddukvæði. Vom eddukvæðin ekki til í handriti í upphafi 13. aldar, ef marka
má rannsóknir á málfari Konungsbókar eddukvæða? Mér hefði þótt við hæfi
að slá einhvem vamagla í sambandi við þessi kvæði.
Þriðji hópurinn, vísur úr íslendingasögunum, er hins vegar mjög athyglis-
verður og bendir til svæðisbundinnar þekkingar Ólafs Þórðarsonar á kveð-
skap, en öll þrjú dæmin eru þekkt í skáldasögum sem tengjast konungasagna-
rituninni (Bjamar sögu Hítdælakappa, Fóstbræðra sögu, og Kormáks sögu),
jafnvel þó að sögumar hafi ekki verið ritaðar fyrr en eftir daga Ólafs.
í síðari meginflokkinn falla þau dæmi sem ekki em kunn úr öðmm
ritheimildum. Greining Gísla á nafngreindu skáldunum sýnir glögglega að hér
er nánast eingöngu um að ræða skáld sem þekkt em í konungasögum eða í
Snorra Eddu, þ.e. í /ííumhverfi Ólafs (116). Sú staðreynd að mörg þessara
vísnadæma em ekki kunn úr varðveittum heimildum, gefur okkur ekki leyfi til
að álykta að þau haft ekki verið orðin bókleg á þessum tíma. En hvort sem
vísumar hafa varðveist munnlega eða skriflega, þá eru þær komnar úr nánasta
umhverfi hinnar opinberu sagnaritunar, sem nærðist á ritmenningunni, þ.e.
konungasagnanna. Rétt eins og að gera má ráð fyrir að Ólafur hafi lært kvæðin
í munnlegri geymd, eins og Gísli gerir á bls. 119, er hægt að spyrja hvort hann
hafi ekki einmitt valið þessi skáld af því að þau vom þekkt í ritmenningunni,
og höfðu því verið viðurkennd sem heimildarmenn — auctores — í Skálda-
tali, Snorra Eddu, og í Heimskringlu, Fagurskinnu og eldri gerð Morkin-