Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 270
268
GRIPLA
skinnu. Voru sambærileg við þau viðurkenndu skáld sem vitnað er til í verki
Donatusar, sem hann er að þýða.
Af þeim skáldum sem eru af óvísum uppruna, að mati Gísla, tilheyra Bragi
Boddason og Starkaður einnig heimi konungasagnanna. Báðir eru nefndir í
Skáldatali, sem er í raun beinagrind konungasagnaritunarinnar. Það er hins
vegar athyglivert hverjir eru utan hins hefðbundna sviðs eða utan skáldatala
konunga, en það eru Kolbeinn Tumason og Nikulás Bergsson, og hyglir
Olafur þar með tveimur helstu trúarskáldum miðalda, en vísur þeirra um
Jóhannes postula eru einmitt varðveittar saman í Litlu Jóns sögu.
Það kemur kannski ekki á óvart að Egill er í sérstökum metum hjá Ólafi
Þórðarsyni (109). Ef Ólafur hefði aðeins nefnt Egil af öllum þeim aragrúa
skálda sem vitnað er til í íslendingasögunum gæti það þýtt, ífyrsta lagi, að
auk þess sem Egill var í miklum metum sem skáld, hafi saga hans verið sú
eina sem var til rituð, eins og Gísli gerir ráð fyrir, og íöðru lagi að Ólafur hafi
einmitt vitnað til hans vegna þess að hann byggir dæmi sín á bókum, ekki á
munnlegri heimild. Þess vegna gæti tilvitnunin í Egil verið vísbending um að
Ólafur er farinn að hugsa ‘bóklega’um heimildir sínar. Má því ekki með sömu
rökum og Gísli notar til að gera grein fyrir hinni munnlegu hefð að baki
kvæðadæmum Ólafs, færa rök fyrir því að hann hafi valið einmitt þessi dæmi
af því að þau áttu rætur eða varðveittust í samhengi við hina opinberu
sagnaritun og fræðiiðkun í landinu?
Ein skemmtilegasta niðurstaða rannsóknar Gísla er að kvæðadæmin séu
svæðisbundin, þau komi úr umhverfi Ólafs eða Sturlunganna, og sýni hve
þekking hans var svæðisbundin (124). Hins vegar má snúa þessu á haus —
eins og andmælanda ber að gera — og spyrja hvort að dæmi Ólafs sýni ekki
einmitt að hann hafi góða yfirsýn yfir skáldskapariðkun á Islandi. Svæðið er
nefnilega mjög stórt. Ólafur vitnar til skálda frá Suðurlandi (Sighvatur
Þórðarson), af Vesturlandi og Vestfjörðum, allt til Eyjafjarðar. Er þetta ekki
nokkuð rétt mynd af dróttkvæðaiðkuninni eins og aðrar heimildir endurspegla
hana? Samkvæmt íslendingasögum er lítið um varðveittan kveðskap í Þing-
eyjarsýslum og á Austfjörðum. Sögur eins og Ljósvetninga saga og Reykdæla
varðveita nánast engar vísur, og aðeins Dropla, ein Austfirðingasagna, geymir
einhverjar vísur. Rétt eins og við getum tekið mark á hinum almæltu tíðindum
af persónum og atburðum, blasir hér við dálítið sérkennilegur vitnisburður um
skáldskapariðkun á Islandi. Því vaknar spumingin: eruin við enn í klóm Sturl-
unga þegar kemur að varðveislu Islendingasagna, og varðveita þær sömu
skekktu myndina af skáldskapariðkuninni og Ólafur gerir í Þriðju málfræði-