Gripla - 01.01.2003, Page 271
ANDMÆLARÆÐUR
269
ritgerðinni, eða voru Austfirðingar og Þingeyingar ekki eins áhugasamir um
dróttkvæðan kveðskap og aðrir landsmenn? Ortu eitthvað annað. Væri myndin
af munnlegri hefð t.d. breytileg eftir því hvort sögumar geymi kveðskap, eða
ekki?
Það er því hægt að túlka þau gögn sem fyrir liggja með dálítið öðrum
hætti, allt eftir því hvaða samanburdaraöferd er beitt á þau. En eftir stendur að
rannsókn Gísla er feikilega vel unnin og upplýsandi um skáldskaparþekkingu
Ólafs. f niðurstöðukaflanum heldur Gísli því fram að vettvangsrannsókn sín á
munnlegri hefð íslendingasagna hafi varpað ljósi á fimm atriði: en ekki er
hægt að sjá að hún hafi skýrt hina fagurfræðilegu eða listrænu hlið á sköpun
sagnanna, eins og hann gefur til kynna. Hún varpar hins vegar nýju ljósi á
þekkinguna, eðli menningarinnar og hvemig munnleg hefð kann að hafa
mótað hugsanlega stjómsýslu á 12. öld.
5.
í niðurstöðukaflanum kynnir Gísli tvær stuttar rannsóknir sem eru ekki eins
ítarlegar og hinar fyrri í ritgerðinni, og bæta litlu nýju við það sem fram er
komið. Sú fyrri er samanburður á frásögn Vatnsdælu og Finnboga sögu um
sömu atburði. Sú athugun er sannfærandi og ljóst að skýra má mun á frásögn
sagnanna um sömu atburði með vísan í munnlega hefð. Það kemur á óvart að
Gísli skuli tortryggja viðleitni Jóhannesar Halldórssonar, útgefanda sagnanna
í íslenzkum fomritum, þegar hann nýtir sér ættartölur Landnámu og vitnisburð
íslendingadrápu til að sýna að Finnbogi sé ekki tilbúin persóna, heldur hafi
verið uppi á 10. öld. Þessa aðferð notar Gísli sjálfur í athugun sinni á
lögsögumönnunum; hann dregur upp mynd af menningarumhverfi fyrri alda á
grundvelli heimildanna, jafnvel þó að hann slái þar þann vamagla að
heimildimar séu vissulega skilyrtar af þeim sem færðu þær á letur.
Hin samanburðarrannsóknin er athugun á Hænsna-Þóris sögu í ljósi goð-
sagna. Gísli tekur upp þráðinn frá Theodore Andersson sem hafði mótmælt
því að sagan væri rituð á grundvelli ritaðra verka, heldur væri hún einmitt
mjög munnleg. Sagan er þó skrifuð með aðferðum rittækninnar, og fer henni
fram á tveimur plönum, eins og Carol Clover sýndi í grein frá árinu 1982,
‘The Long Prose Form’, en sú grein hefur haft mikil áhrif á efnistök Gísla í
doktorsritgerðinni. Gísli telur að rætur sögunnar í munnlegri hefð opni fyrir
túlkunum á efni hennar í ljósi goðsagna, þó hægt væri að halda fram hinu
gagnstæða, að goðsögumar gætu einmitt bent til að lærður höfundur hafi vélað