Gripla - 01.01.2003, Page 277
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
275
markmiðum frásagnarinnar). Munurinn er fólginn í því að ég get bent á aðrar
og óskyldar sögur þar sem fjallað er rækilegar um það sem vísað er svo
kunnuglega til. Þess vegna get ég haldið því fram að það búi eitthvað meira að
baki. Vegna þessarar almennu reglu er því líklegra en ekki að hið sama eigi
við um tilvísanir í Ölkofra þætti til atburða sem áheyrendur virðast eiga að
þekkja til að skilja grínið í frásögninni. Ef samanburðarefni skorti væri
fræðilega hægt að halda því fram að í Ölkofra þætti væri vísað kunnuglega til
skáldaðra atburða að hætti Watsons læknis — en vegna samhengisins verð ég
að telja það afar ólíklegt.
Fyrsti andmælandi segir að „Gísli ... does not make very clear what he
means by rittengsl. Perhaps he could tell us here today more exactly what he
means by this term“. Mér er nær að halda að þetta sé retórísk spuming hjá
fyrsta andmælanda því að í upphafi 4. kafla ræði ég rækilega um forsendur
rittengsla (og fjalla miklu víðar um þau). Þar segi ég meðal annars á blaðsíðu
134: „Hér á eftir verður miðað við að ekki sé hægt að álykta óhikað um
rittengsl þó að sömu frásagnareiningar, sagnaminni, formúlur/sagnaklif, nöfn,
ættir eða atburðir komi fyrir í tveimur eða fleiri ritheimildum. Allt slíkt getur
borist frá manni til manns án ritaðra bóka. Til þess að hægt sé að halda fram
rittengslum þurfa því að minnsta þrenns konar rök að koma til, eins og Jónas
Kristjánsson (1972:225) hefur bent á: „1) Fleiri en eitt sameiginlegt efnis-
atriði. 2) Að nokkm leyti sama röð efnisatriða. 3) Sameiginlegt orðalag.“ Ef í
ljós kemur að kenningar um rittengsl standa á veikum gmnni, og ef ekki er
hægt að sanna notkun ‘höfunda’ á Landnámu og öðmm sögum með því að
benda á nákvæmlega sama orðalag umfram nöfn, ættartengsl og fastmótaðar
formúlur/orðasambönd, liggur fyrir að það hugmyndakerfi um aldur Islend-
ingasagna, glataðar eldri gerðir, áhrif einnar sögu á aðra og tengsl Landnámu
við sögumar, sem hefur verið reist á því að þessi tengsl væm ótvíræð, þarfnist
endurskoðunar frá grunni." Mér er ekki ljóst hvemig hægt er að kveða fastar
að orði um það hvað ég eigi við með rittengslum. Hitt kemur þó víða fram í
ritgerðinni að sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að sá sem setti eina skrif-
aða sögu saman gæti hafa heyrt aðra skrifaða sögu lesna upphátt löngu áður en
hann settist við skriftir sjálfur og sú saga gæti hafa haft áhrif á skrif hans án
þess að hann hafi haft hina rituðu sögu við skrifpúltið hjá sér. Ef slík munnleg
tengsl tveggja ritaðra sagna skila sér ekki með þeim hætti að hægt sé að tala
um rittengsl í ofangreindri merkingu er í flestum tilfellum miklu fræðilega
öruggara að gera ráð fyrir munnlegri geymd sagna fremur en hæpnum
getgátum um að tiltekinn einstaklingur hafi heyrt tiltekna sögu lesna mörgum