Gripla - 01.01.2003, Page 278
276
GRIPLA
dögum, vikum, mánuðum eða árum áður en hann settist sjálfur við skriftir og
að sá upplestur hafi orkað sterkt á hans eigin skriftir. í samfélagi þar sem gera
verður ráð fyrir að menn hafi heyrt margs konar sögur flesta daga ársins, og
flestar algjörlega munnlegar, er slík kenningasmíð um „rittengsl í gegnum
munnlega geymd“ allt of ótraust til að vera fær skýringarleið. Einnig verður
að hafa í huga að í samfélagi þar sem flestar sögur eru sagðar er lítill munur á
því fyrir munnlegan sagnamann að heyra sögu Iesna upphátt eða sagða. Hann
tileinkar sér efni hennar með svipuðum hætti á hvom veginn sem er. Enda
flutningurinn munnlegur í báðum tilvikum. Það þarf því mjög sérstakar
aðstæður til að skýringarleið af þessu tagi sé til einhvers skilningsauka. Slíkar
aðstæður eru ekki fyrir hendi í þeim dæmum sem ég fjalla um í bók minni.
Fyrsti andmælandi spyr hvers vegna ég hafi ekki gengið alla leið og tekist
á við þá spumingu hvenær sé líklegast að sagnaritarar hafi stuðst við ritaðar
heimildir og hvenær ekki? Enn held ég að þetta sé retórísk spuming vegna
þess að í niðurstöðukaflanum er þetta eitt af lykilatriðum í því hvemig skýra
megi tengsl Laxdælu, Gunnars sögu Þiðrandabana og Fljótsdæla sögu: „Ætla
má að sagnaþekking þeirra sem rituðu sögur á Austurlandi hafi verið bundin
við tiltekið svæði, líkt og kvæðaþekking Olafs hvítaskálds (sbr. bls. 231). Það
er því sennilegt að sagnaritarar hafi þurft að leita til annarra heimildarmanna
eða bóka þegar og ef þeir vildu flytja sögusvið verka sinna í annan lands-
fjórðung sem þeir vissu lítið um, utan nöfn helstu höfðingja." (242) Þessi
veigamikla skýring styðst jafnframt að verulegu leyti við rannsóknina á
kvæðadæmum Olafs hvítaskálds (sem fyrsti andmælandi hefur áður talið mjög
óskylda þessu viðfangsefni) og er því sérstaklega vel til þess fallin að draga
fram hina samfelldu hugsun í verkinu.
í andmælum sínum við 3. hluta bókarinnar hittir fyrsti andmælandi ekki í
mark þegar hann segir um samanburð minn á Eiríks sögu rauða og
Grænlendinga sögu: „Gísli then assumes that whatever the two sagas have in
common probably belongs to a very old oral tradition and may even be
reliable as a testimony about what actually happened in Vínland, where the
travellers landed, where they set up their camp, and so on.“ Hér er um grund-
vallarmisskilning að ræða sem leiðir fyrsta andmælanda áfram til athuga-
semda sem eru bók minni alveg óviðkomandi. Dæmi um það er umræða um
að sameiginlegir spádómar um afkomendur Guðríðar geti ekki verið frá
dögum Vínlandsferða, að sögumar geti ekki verið tveir óháðir vitnisburðir um
sömu sögulegu atburðina, og að líklegt sé að afkomendur Guðríðar hafi haldið
nafni hennar hærra á loft en það hafi verið í raunveruleikanum. Þá segir fyrsti