Gripla - 01.01.2003, Síða 288
286
GRIPLA
hefur lagt alúð við að gera það sem best úr garði. Kápumyndin er táknræn
fyrir efnið, samskipti Islendinga og útlendra manna: íslensk sauðkind starir
hlessa á lesandann og í baksýn er hátimbruð dómkirkja, líklegast dómurinn í
Niðarósi.
Mér sýnist augljóst að doktorsefni hafi lagt sig í líma við að nálgast texta
Morkinskinnu (hér eftir Msk.) út frá mörgum þeirra kenninga sem miðalda-
menn studdust við þegar þeir settu saman bækur. Hann hefur lagt metnað sinn
í að gera erfiðu viðfangsefni skil og yfirleitt tekist það með ágætum. Verkið er
þó ekki misfellulaust. Það kallar líka á andsvör rétt eins og flestar góðar rann-
sóknir. Eg mun hér á eftir ræða um nokkur þau mál sem mér finnst að
doktorsefni hefði mátt gera betri skil, — kafa dýpra. Það eru einkum þrír
efnisþættir sem ég mun drepa á, — og sumir þeirra hafa verið ágreiningsmál
í áratugi eða lengur. I stuttu máli sagt, þá er þetta bókmenntategundin eða til
hvaða bókmenntategundar á að telja Morkinskinnu, textafræði verksins og
aldur, og loks viðtökur þessarar greinar hér á landi og í Noregi.
Aður en ég reifa þessi málaefni, mun ég víkja lítilsháttar að frágangi.
Doktorsefni hefur greinilega tekist að koma fyrir kattamef allmörgum prent-
villum í því fjölritaða eintaki, sem dómnefnd fékk fyrr í hendur. Og verð ég að
lýsa ánægju minni með þann starfa. Nokkrar prentvillur hafa þó slæðst með.
Doktorsefni hefur valið þá leið að samræma rithátt Msk. að nútímavenju.
Það hefur yfirleitt tekist vel en þar sem stafsetning handritsins, GKS 1009 fol,
Morkinskinnu, er á stundum sérkennileg og sýnir ákveðin gömul málfars-
einkenni, fara sum þeirra forgörðum. Þetta á einkum við tvítekningu persónu-
fomafns, þar sem það er fyrst skrifað fullum stöfum, ek (eg) en síðan endur-
tekið entklítiskt aftan við sögnina, vilk (vilg). Önnur sérkenni fommáls glatast,
eins og t.d. lh. þt. af veikum ja-sögnum, taliðr verður taldur, eða verka an-
kannanlega á nútímalesendur, taliður. Þetta er vandi sem fylgir flestum út-
gáfum fomrita með nútímastafsetningu, sum mikilsverð sérkenni komast ekki
til skila og geta valdið stflbroti. Ég hefði kosið að Ármann Jakobsson (hér eftir
ÁJ) hefði fremur birt tilvitnanir til Msk. með samræmdri stafsetningu fomri.
Mikil og vönduð heimildaskrá fylgir verki ÁJ. Þar er fátt eitt sem mér
þykir vanta; ég fæ ekki betur séð en að hann hafi fleytt rjómann af rann-
sóknum fræðimanna í miðaldabókmenntum undanfama hálfa öld. Ég sakna þó
verks eftir Robert Hanning, The Vision ofHistory in Early Britain. Ritgerðir
eftir Roger Ray, ‘Medieval Historiography Through the Twelfth Century’ og
R. Southem, ‘Aspects of the European Tradition of Historical Writing’
virðast og hafa farið fram hjá ÁJ og safnritið Classical Rhetoric and Medieval